30 ÁRA REYNSLA AF KVIKMYNDAKENNSLU!

Í fremstu röð kvikmyndaskóla heims
Nám við Kvikmyndaskóla Íslands er einstaklingsmiðað tveggja ára nám sem opnar dyr inn í hinn ört stækkandi heim kvikmyndaiðnaðarins eða til framhaldsnáms í kvikmyndagerð erlendis.
Námið er að stærstum hluta verklegt og nemendur vinna fjölda einstaklingsverka á meðan því stendur, ásamt því að aðstoða samnemendur við sín verk.
Námið er eina alþjóðlega viðurkennda kvikmyndanámið á Íslandi. Skólinn hefur verið meðlimur í CILECT, alþjóðasamtökum fremstu kvikmyndaskóla heims frá árinu 2011.

Kynntu þér valmöguleikana
Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á tveggja ára verklegt nám í fjórum deildum. Þannig fá nemendur að láta ljós sitt skína með því að sérhæfa sig strax á fyrstu önn. Þó hver deild sé sérhæfð er mikið um samvinnu á milli nemenda ásamt því að allir læra grunnatriði kvikmyndagerðar.
Taktu PRÓFIÐ og finndu hvar þitt áhugasvið liggur innan kvikmyndagerðar.

Brú í bransann
Við skólann starfar fjöldinn allur af kennurum og leiðbeinendum sem allir eru starfandi fagfólk úr kvikmyndaiðnaðnum og margir með áralanga reynslu til að miðla til nemenda.
Kvikmyndanám opnar ótal atvinnutækifæri að útskrift lokinni. Um er að ræða alvöru menntun sem er eftirsótt í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Tækifærin eru óþrjótandi eftir útskrift óháð því hvaða deild þú velur.
Kvikmyndaskólinn er í formlegu samstarfi við fjölda aðila í kvikmyndaiðnaðnum þar á meðal RÚV, True North, ZikZAK, Hero Productions og fleiri gefa kost á launaðri starfsþjálfun fyrir nýútskrifaða nemendur.

Úrvalsmyndir nemenda
Þegar gæði kvikmyndanáms eru mæld, þá er besti mælikvarðinn myndir nemenda.
Hér má sjá nokkur dæmi um úrvalsmyndir nemenda.
Fréttir

Kvikmyndaskólinn uppfærir tölvubúnað og innra kerfi fyrir nemendur
Uppfærslan mun stórbæta aðgang á öllum sviðum og verður að fullu kláruð fyrir næstu önn

Kvikmyndaskóli Íslands, BA námið
Kvikmyndaskóli Íslands hefur nú lagt fram viðbótargögn til ráðuneytis háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunar vegna háskólastarfsemi skólans. Farið hefur verið fram á það við ráðuneytið að samstarfsverkefni Kvikmyndaskólans og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands um BA námsbraut verði nú þegar sett á laggirnar.

Leynist í þér handritshöfundur?
Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á fría vinnustofu í handritagerð þann 14. maí næstkomandi, fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára

Hin sjónræna upplifun
Sjónræn frásögn er stór hluti af okkar daglega lífi. Það er skemmtileg leið til þess að leyfa áhorfendunum að upplifa líf og sögur annarra á áhrifaríkan hátt frá sjónarhorni sögumannsins. Við notum þetta á samfélagsmiðlum, í kvikmyndahúsum og listum alls staðar, á öllum götum heims.
Markmið Kvikmyndaskóla Íslands er að veita nemendum leiðsögn og þekkingu sem undirbýr þau til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum, bæði á Íslandi og erlendis.

Alltaf opið fyrir umsóknir !
Kvikmyndaskóli Íslands tekur við umsóknum allt árið um kring. Nemendur geta því hafið nám sitt í kvikmyndagerð bæði á haustmisseri og vormisseri. Skólinn sinnir nýstúdentum og flestir nemendur eru á aldrinum 19 til 25 ára gamlir.
Inntökuviðtöl eru að lágmarki tvisvar í mánuði, nema í Leiklist þar sem viðtöl fara fram einu sinni í mánuði.
Öllum umsóknum er svarað innan 40 daga.