Viltu leysa úr læðingi hæfileika þína til listrænnar sköpunar?

Opið fyrir umsóknir fyrir vorönn 2022

Viltu leikstýra bíómynd ?

Eða viltu frekar leika í myndinni, kannski semja handritið, framleiða, eða ramma myndina inn með upptökunni ?

Þetta lærir þú hjá okkur í alþjóðlega vottuðu námi sem opnar þér dyr inn í hinn ört stækkandi heim kvikmyndaiðnaðarins eða til háskólanáms í kvikmyndagerð.

Kynntu þér fjórar spennandi námsleiðir sem veita þér þekkingu og reynslu til að geta orðið nýr snillingur í kvikmyndalist.

Ertu óviss?
Taktu Prófið og finndu hvar þitt áhugasvið liggur innan kvikmyndagerðar.

Velkomin til Kvikmyndaskóla Íslands

Deild 1: Leikstjórn og framleiðsla

Þú ert leiðtogi, þú kemur hlutum í verk, þú ert listræna aflið.

Deild 2: Skapandi tækni

Þú ert meistari bakvið tjöldin, þú lætur allt ganga upp, þú ert praktíski listamaðurinn.

Deild 3: Handrit og leikstjórn

Þú ert hugmyndarík(ur), þú hefur listræna sýn, þú ert höfundurinn.

Deild 4: Leiklist

Þú hefur sjarma, þú lætur taka eftir þér, þú ert leikarinn.

Alltaf opið fyrir umsóknir

Kvikmyndaskóli Íslands tekur við umsóknum allt árið um kring. Nemendur geta því hafið nám sitt í kvikmyndagerð bæði á haustönn og vorönn. Skólinn þjónustar nýstúdenta og flestir nemendur eru á aldrinum 19 til 25 ára gamlir. 

Listaskóli og sköpunarhús

Ef þú kærir þig um að láta ljós þitt skína sem víðast, lengst og bjartast á sviði kvikmyndalistarinnar þá hvetjum við þig eindregið til skoða nám við Kvikmyndaskóla Íslands.

Náið samband við kvikmyndaiðnaðinn

Allir kennarar og leiðbeinendur eru starfandi fagfólk í kvikmyndaiðnaðinum. KVÍ er einnig í formlegu samstarfi um starfsþjálfun við RÚV, Stöð 2, Pegasus og Saga film.

Hin sjónræna upplifun

Sjónræn frásögn er stór hluti af okkar daglega lífi. Það er skemmtileg leið til þess að leyfa áhorfendunum að upplifa líf og sögur annarra á áhrifaríkan hátt frá sjónarhorni sögumannsins. Við notum þetta á samfélagsmiðlum, í kvikmyndahúsum og listum alls staðar, á öllum götum heims.

Markmið Kvikmyndaskóla Íslands er að veita nemendum leiðsögn og þekkingu sem undirbýr þau til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum, bæði á Íslandi og erlendis.

Ný stjórn Kvikmyndaskólans

Aðalfundur Kvikmyndaskóla Íslands var haldinn síðsumars og var þar kosin ný stjórn skólans.

Leynilögga

Leynilöggan slær met og halar inn stórfé

Er frumsýningarmyndin á Norrænum dögum á Kvikmyndahátíðinni í Lübeck

Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskólans, hélt upp á Hrekkjavöku um helgina

Og það er óhætt að segja að allir skemmtu sér hryllilega vel

Úrvalsmyndir nemenda

Í náminu eru öll undirstöðu atriði kvikmyndagerðar kennd. Og þessar myndir eru besti vitnisburðurinn sem við getum sýnt, en það eru myndir nemenda. Handrit, leikstjórn, myndataka, tækni og leikur fá að njóta sín.

Fjölbreytt atvinnutækifæri

Kvikmyndanám opnar ótal atvinnutækifæri að útskrift lokinni. Um er að ræða alvöru menntun sem er eftirsótt í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Tækifærin eru óþrjótandi eftir útskrift óháð því hvaða deild þú velur.

Kvikmyndaskóli Íslands er meðlimur í Cilect, alþjóðasamtökum fremstu kvikmyndaskóla heims. Cilect.org

Draumaverksmiðja fyrir skapandi fólk

Tveggja ára diplómanám þjálfar nemendur í öllu sem tengist framleiðslu á kvikmynduðu efni af fjölbreyttum toga.

Nemendur skrifa handrit, framleiða kvikmyndir, leika í þeim, leikstýra þeim, klippa og sjá um eftirvinnslu þeirra ásamt því að framleiða stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildamyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti. Nemendur öðlast þannig dýrmæta reynslu á sem flestum sviðum fagsins.

Opið fyrir umsóknir

Kvikmyndaskóli Íslands tekur við umsóknum allt árið um kring. Nemendur geta því hafið nám sitt í kvikmyndagerð bæði á haustönn og vorönn. Skólinn þjónustar nýstúdenta og flestir nemendur eru á aldrinum 19 til 25 ára gamlir. 

Inntökuviðtöl eru að lágmarki tvisvar í mánuði nema í Leiklist þar sem viðtöl fara fram einu sinni í mánuði. Öllum umsóknum er svarað innan 40 daga.