Aðstaða & tæki

Z_1mBf4k

Fyrirmyndaraðstaða og tæki

Kvikmyndaskóli Íslands (KVÍ) er staðsettur á Suðurlandsbraut 18. Stutt er í almenningssamgöngur og alla þjónustu en skólinn er miðsvæðis í borginni. Skólastofur eru sérsniðnar að kennslustarfi með sérstakar tölvustofur til kennslu og úrvinnslu verkefna. Aðstaðan er rúmgóð og hentar vel fyrir ólík verkefni í kennslustarfi.

Allar deildir hafa aðgang að tækjaleigu Kvikmyndaskóla Íslands þar sem finna má víðtækt úrval af ljósum, myndavélum og hljóðupptökubúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá er skólinn einnig í samstarfi við tækjaleigurnar KUKL, Pegasus og Luxor. Skólinn er búinn hljóðupptökuveri, mix herbergi, green screen aðstöðu, tölvuverum en nemendur hafa aðgang að öllum helsta hugbúnaði sem þeim gagnast.