Starfsfólk

Þór Pálsson

Þór Pálsson

Rektor

Þór hefur verið framkvæmdastjóri Rafmenntar frá árinu 2018. Þór hefur starfað innan menntakefisins frá árinu 1993 fyrst sem kennari í málmiðngreinum. Hann hefur starfaði sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og þar áður sem áfangastjóri Iðnskólans í Hafnafirði í tólf ár. Hann er með meistarapróf í kennslufræði með áherslu á stjórnun (MEd). Auk þess er hann með sveinspróf í vélvirkjun, C réttindi í vélstjórn og iðnmeistari í rennismíði.

Hann hefur setið í stjórn Verkiðnar og verið í framkvæmdastjórn Íslandmóts iðn- og verkgreina, setið í starfsgreinaráði og verið frumkvöðull í þróun iðnmenntunar undanfarin ár.

Jonathan Devaney

Jonathan Devaney

Yfirkennari og fagstjóri

Jonathan Devaney yfirkennari og fagstjóri Deild 2 Skapandi tækni

Jonathan hefur starfað í kvikmyndagerð í yfir 30 ár. Starfað við fjölmörg stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann hefur starfað sem fyrirlesari, ráðgjafi og kennari í kvikmyndatækni í meira en áratug. Í kennslu leggur hann áherslu á að efla bæði skapandi og tæknilega færni kvikmyndagerðafólks.

Gunnar Björn Guðmundsson

Gunnar Björn Guðmundsson

Fagstjóri

Gunnar Björn Guðmundsson annar af tveimur fagstjórum Deild 1 Leikstjórn og framleiðslu og Deild 3 - handrit og leikstjórn

Gunnar Björn lauk námi í kvikmyndagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 1992 og hefur síðan þá starfað sem leikstjóri og handritshöfundur í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hann lagði stund á nám við Listaháskóla Íslands árið 2005 í faginu Fræði og framkvæmd (sviðslistabraut).

Hann hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum í fullri lengd. Í sjónvarpi skrifaði og leikstýrði hann áramótaskaupum og vann að þáttum fyrir Ævar vísindamann, Latabæ og Björgunarbátuinn Elías.

Í leikhúsi hefur Gunnar leikstýrt yfir fjörutíu sýningum um allt land, bæði fyrir atvinnu-
og áhugaleikhús.

Þorsteinn Bachmann

Þorsteinn Bachmann

Fagstjóri

Þorsteinn Bachmann er fagstjóri Deild 4 Leiklist fyrir kvikmyndir.

Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína.

Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Hann fékk diplólma frá Kvikmyndaskóla Íslands 1992 og hefur síðan sótt fjölda námskeiða í list sinni hérlendis auk þess að afla sér framhaldsmenntunar í kennslu og listsköpun hjá Míchael Chekhov Association í Bandaríkjunum frá árinu 2018. Hann er virkur meðlimur í samtökum Chekhov kennara á heimsvísu og hefur kennt í öllum helstu listaskólum á Íslandi auk þess að halda sjálfstæð námskeið og veita einkaþjálfun fyrir leikara. Þorsteinn hefur kennt með hléum við Kvikmyndaskóla Íslands frá árinu 2009.

IMDB

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Fagstjóri

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson annar af tveimur fagstjórum Deild 1 Leikstjórn og framleiðslu og Deild 3 - handrit og leikstjórn

IMDb

Þórunn Erna Clausen

Þórunn Erna Clausen

Fagstjóri

Þórunn Erna Clausen er fagstjóri á Deild 4 Leiklist fyrir kvikmyndir.

Þórunn Erna Clausen er leikkona, söngkona og lagahöfundur með víðtækan feril á sviði leiklistar. Hún nam leiklist í London við the Webber Douglas Academy of Dramatic Art og söng og raddþjálfun í Kaupmannahöfn í the Complete Vocal institute. Hún hefur leikið í fjölda leikrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Þórunn hefur verið tilnefnd sem besta leikkona bæði til Grímuverðlauna og tvisvar til Edduverðlauna og hlaut nýverið verðlaun sem besta leikkona á Puffin Film Festival fyrir túlkun sína á Brynju í stuttmyndinni Gone.

Leikhúsverk hennar hafa verið fjölbreytt – allt frá dramatík, loftfimleikaverkum og einleik um víkingakonu til gamanleikja og söngleikja.