Starfsfólk

Hlín Jóhannesdóttir

Rektor

Hlín er útskrifuð frá Mannfræði og Fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð frá árinu 2000, sem sjálfstæður framleiðandi, framleiðslustjóri og framleiðandi hjá Zik Zak Filmworks, sem hafa hlotið yfir 100 alþjóðleg verðlaun fyrir verkefni sín, þar á meðal tilnefningu til Óskarsverðlauna. Sem framleiðandi hefur Hlín unnið með mörgum af helstu leikstjórum Íslands í framleiðslu leikinna kvikmynda sem og heimildarmynda. Hún hefur einnig starfað sem rithöfundur fyrir tímarit og fréttir á netinu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Vintage Pictures með Birgittu Jónsdóttur og á fyrirtækið Culture camp; Art Production House Ursus Parvus með Vilborgu Einarsdóttur. Myndir sem Hlín hefur framleitt, eru meðal annars "Svanurinn", "Bokeh", "This is Sanlitum" og margar fleiri.

Anna Þórhallsdóttir

Gæðastjóri

Anna er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun frá sama skóla. Anna hefur fjölbreytta reynslu á vinnumarkaði en hefur lengst af starfað sem ráðgjafi bæði fyrir fyrirtæki, stofnanir og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún hefur komið að mörgum umbótaverkefnum í rekstri fyrirtækja og hefur víðtæka reynslu í að bæta upplifun viðskiptavina á gæðum og þjónustu í starfsemi fyrirtækja. Hún hefur einnig lagt áherslu á greiningu, þróun og bestun verkferla til að bæta gæði og auka skilvirkni í starfsemi fyrirtækja og stofnana.

Hrafnkell Stefánsson

Námsstjóri

Hrafnkell hefur starfað sem handritshöfundur og leikstjóri frá árinu 2008. Hann hefur skrifað handrit að ótal stuttmyndum og er með mörg önnur í þróun. Hann hefur verið tilnefndur til Edduverðlauna fyrir handritið að “Kurteist fólk” en myndir eftir hann eins og “Borgríki” og “Borgríki 2 : Blóð hraustra manna” hafa einnig fengið fjölda tilnefninga.

Inga Rut Sigurðardóttir

Kennslustjóri og námsráðgjöf

Kolfinna Von Arnardóttir

Alþjóðasamskipti

Oddný Sen

Yfirmaður kjarna

Oddný Sen er kvikmyndafræðingur, rithöfundur og kennari. Hún lagði stund á nám í kvikmyndafræðum, kvikmyndasögu og kvikmyndagerð við háskóla í París og útskrifaðist með meistaragráðu og fyrri hluta PhD. Jafnhliða störfum sínum við Kvikmyndaskóla Íslands er hún verkefnastjóri kvikmyndafræðslu grunnskóla og framhaldsskóla í Bíó Paradís.

Hún starfar jafnframt við verkefnið Verðlaunahátíð ungra áhorfenda hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Oddný situr í stjórn skólans og er einnig yfirmaður kjarna og kennari.

Ágústa M. Jóhannsdóttir

Fagstjóri og kennara á kjarna

Framleiðsla, eftirvinnsla og kennsla

Ólöf Ása Böðvarsdóttir

Ritari, gjaldkeri og skrifstofustjóri

Sigurður Traustason

Móttökustjóri

Jón Camson Sigurðsson

Tækni, framleiðsla og rekstur

Gunnar Örn Blöndal

Starfsmaður á tækjaleigu

Logi Sigursveinsson

Starfsmaður á tækjaleigu

Erna Lilliendahl

Umsjón vefmiðla

Hilmar Oddsson

Fagstjóri leikstjórnar

Hilmar lærði kvikmyndgerð við Hochschule für Fernsehehen und Film í München í Þýskalandi. Hann frumsýndi sína fyrstu bíómynd árið 1986 og síðan hefur Hilmar gert 5 bíómyndir, 5 sjónvarpsmyndir, 5 stuttmyndir og yfir 25 tónlistarmyndbönd. Hann hefur gert fjölda heimildarmynda og yfir hundrað sjónvarpsþætti. Þar að auki hefur hann leikstýrt og stjórnað upptökum á tveimur “sitcom” þáttaröðum og leikstýrt auglýsingum og allra handa fræðsluefni. Hilmar hefur fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi og eftir hann liggur fjöldi greina um kvikmyndatengd málefni. Hilmar hefur kennt kvikmyndagerð og kvikmyndaleik í tvo áratugi, m.a. við Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu 2010 til 2017.

Tómas Örn Tómasson ÍKS

Fagstjóri kvikmyndatöku

Tómas hefur tengst kvikmyndagerð allt frá því hann var í Verzlunarskóla Íslands. Eftir útskrift fór hann í Háskóla Íslands og Köbenhavn Universitet, þar sem hann lagði stund á Sagnfræði. Samhliða náminu tók hann að sér alla þá vinnu sem bauðst og tengdist kvikmyndatöku. Tómas sá fyrir sér að gerast heimildarmyndagerðamaður, þar sem hann myndi skrifa, kvikmynda og leikstýra eigin verkum. Þegar hann kom heim úr námi sumarið 1996, bauðst honum ýmis vinna tengd kvikmyndagerð. Það var síðan árið 2002 að hann ákvað að snúa sér alfarið að kvikmyndatökunni. Á heimasíðu Tómasar er starfsreynsluágrip og tenglar í helstu verkefnin sem hann hefur kvikmyndað www.tomastomasson.com

Kjartan Kjartansson

Fagstjóri hljóðs

Kjartan er einn reyndasti hljóðmaður landsins og fremsti sérfræðingur landsins þegar kemur að hönnun hljóðheims. Hann hefur hljóðunnið fjöldan allan af kvikmyndum íslenskrar kvikmyndasögu. Eru verk á borð við "Sódóma Reykjavík", "Mýrin", "Englar Alheimsins" og "Djúpið" þar á meðal. Einnig annaðist Kjartan hljóðvinnu á fyrstu seríu af "Ófærð". Kjartan lærði við Den Danske Filmskole og hljóðvann kvikmyndina "Börn náttúrunnar" sama ár og hann útskrifaðist úr þeim skóla. Síðan hann útskrifaðist árið 1991 hefur hann hljóðeftirunnið og sinnt hljóðtökum á kvikmyndum, heimildamyndum og hljóðritað og hljóðblandað hljómplötur. Hann hefur kennt við Kvikmyndaskóla Íslands frá stofnun skólans árið 1992.

Rob Tasker

Fagstjóri myndbreytinga

Rob hefur unnið við kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar síðan 2008. Með yfir 40 titla á sínum starfsferli hefur Rob verið tilnefndur til verðlauna nokkrum sinnum fyrir verk sín t.d. Primetime Emmy Awards fyrir sjónvarpsseríuna "Hannibal" og tvisvar sinnum verið tilnefndur til Canadian Screen Award fyrir kvikmyndina "Wet Bum" og fyrir sjónvarpsseríuna "Copper". Hann hefur unnið við framleiðslu við hin ýmsu fyrirtæki eins og SagaFilm, Universial Pictures, NBC, Warner Brothers, 20th Century Fox, New Line Cinema, Sony Pictures, SyFy og mörg fleiri.

Heiðar Sumarliðason

Fagstjóri tegundir handrita

Heiðar Sumarliðason er með BA-gráðu af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands, sem og MA-gráður í Ritlist frá Háskóla Íslands og Leikstjórn frá East15 í London. Hann stundar nú nám til kennsluréttinda við Listaháskóla Íslands. Heiðar hefur skrifað leikverk og kvikmyndahandrit, á meðal verka eftir hann eru "(90)210 Garðabær" sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, "Rautt brennur fyrir" sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, "Svín" sem flutt var í Útvarpsleikhúsi RÚV og kvikmyndaleikverkið "Það sem við gerum í einrúmi" sem sýnt var í Tjarnarbíói. Heiðar hefur leikstýrt tíu leikverkum í atvinnuleikhúsi, m.a. "Segðu mér satt" eftir Hávar Sigurjónsson, "Glerdýrunum" eftir Tennessee Williams, "Pizzasendlinum" eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem og eigin verkum. Heiðar er kvikmyndagagnrýnandi Vísis og er þar einnig með kvikmyndaþáttinn Stjörnubíó. 

Rúnar Guðbrandsson

Fagstjóri leiklistar

Rúnar nam upphaflega leiklist í Danmörku og starfaði þar um árabil sem leikari með ýmsum leikhópum. Frekari menntun hefur hann sótt m.a. til Póllands og Rússlands. Rúnar lauk MA og MPhil gráðum í Leikhúsfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester í Englandi og hefur lokið fyrri hluta doktorsnáms í fræðunum. Hann var fyrsti prófessor í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands. Rúnar hefur samið og leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennslu og þjálfun leikara víða í Evrópu. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Þórey Sigþórsdóttir

Fagstjóri leiks og raddar

Þórey hefur unnið sem leikkona og leikstjóri á sviði og í kvikmyndum frá því hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Þórey útskrifaðist með kennsluréttindi frá LHÍ árið 2004, MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá The Royal Central School of Speech and Drama árið 2012 og MA gráðu í Hagnýtri Menningarmiðlun frá HÍ 2014. Þórey hefur í mörg ár kennt Rödd við Listháháskóla Íslands og ýmis námskeið fyrir leikara og fólk sem vinnur með röddina. Hún hefur réttindi til að kenna raddþjálfunaraðferð Nadine George frá The Voice Studio International í London og byggir kennsluna á NGT aðferðinni. Þórey er stofnandi og listrænn stjórnandi leikfélagsins Fljúgandi Fiskar sem hefur framleitt nokkar sýningar, m.a. "Hótel Heklu" eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur, og "Medeu" (multi-media) eftir Evrípídes. Þórey leikstýrði síðast verkinu "Andaðu" eftir Duncan Macmillan sem var frumsýnt við frábærar viðtökur í Iðnó í janúar 2017. Þórey hefur kennt rödd við Kvikmyndaskóla Íslands síðan 2016.

Þórunn Erna Clausen

Fagstjóri í leiklist / Kennari í söng

Þórunn hefur starfað sem leikkona frá því árið 2001. Hún hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Þórunn hefur ferðast víða um heiminn, bæði með leikuppsetningar og einnig með söng. Hún stofnaði söngskólann Vocal Art þar sem hún kennir Complete Vocal Technique, en hún er viðurkenndur söngkennari frá Complete Vocal Intstitute í Kaupmannahöfn. Hún er einnig textahöfundur og hefur samið fjölmörg lög sem keppt hafa í Söngvakeppni sjónvarpsins og einnig tvö sem hafa verið framlag Íslands í Eurovision. Þórunn fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sitt í “Dýrlingagenginu” og einnig til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kvikmyndinni “Dís” og þáttunum “Reykjavíkurnætur”.

Þórunn kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikur og rödd 1 - söngur | LEI105G

Leikur og rödd 2 - söngur | LEI206G

Leikur og rödd 3 - söngur | LEI307G

IMDB