Starfsfólk

Þór Pálsson

Þór Pálsson

Rektor

Þór hefur verið framkvæmdastjóri Rafmenntar frá árinu 2018. Þór hefur starfað innan menntakefisins frá árinu 1993 fyrst sem kennari í málmiðngreinum. Hann hefur starfaði sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og þar áður sem áfangastjóri Iðnskólans í Hafnafirði í tólf ár. Hann er með meistarapróf í kennslufræði með áherslu á stjórnun (MEd). Auk þess er hann með sveinspróf í vélvirkjun, C réttindi í vélstjórn og iðnmeistari í rennismíði.

Hann hefur setið í stjórn Verkiðnar og verið í framkvæmdastjórn Íslandmóts iðn- og verkgreina, setið í starfsgreinaráði og verið frumkvöðull í þróun iðnmenntunar undanfarin ár.

Anna Þórhallsdóttir

Gæðastjóri

Anna er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun frá sama skóla. Anna hefur fjölbreytta reynslu á vinnumarkaði en hefur lengst af starfað sem ráðgjafi bæði fyrir fyrirtæki, stofnanir og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún hefur komið að mörgum umbótaverkefnum í rekstri fyrirtækja og hefur víðtæka reynslu í að bæta upplifun viðskiptavina á gæðum og þjónustu í starfsemi fyrirtækja. Hún hefur einnig lagt áherslu á greiningu, þróun og bestun verkferla til að bæta gæði og auka skilvirkni í starfsemi fyrirtækja og stofnana.

Hlín Jóhannesdóttir

Kennari

Hlín er útskrifuð frá Mannfræði og Fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð frá árinu 2000, sem sjálfstæður framleiðandi, framleiðslustjóri og framleiðandi hjá Zik Zak Filmworks, sem hafa hlotið yfir 100 alþjóðleg verðlaun fyrir verkefni sín, þar á meðal tilnefningu til Óskarsverðlauna. Sem framleiðandi hefur Hlín unnið með mörgum af helstu leikstjórum Íslands í framleiðslu leikinna kvikmynda sem og heimildarmynda. Hún hefur einnig starfað sem rithöfundur fyrir tímarit og fréttir á netinu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Vintage Pictures með Birgittu Jónsdóttur og á fyrirtækið Culture camp; Art Production House Ursus Parvus með Vilborgu Einarsdóttur. Myndir sem Hlín hefur framleitt, eru meðal annars "Svanurinn", "Bokeh", "This is Sanlitum" og margar fleiri.