Stjórnsýsla og Skipulag

Klukkuverk Kvikmyndaskólans nær utan um allar stoðir skólans sem tryggja stöðugt eftirlit gæða og að daglegur rekstur og kennsla uppfylli kröfur nemenda og þarfir kvikmyndaiðnaðarins. Klukkuverkið tryggir einnig sjálfstæði innri eininga skólans, sem og hans sjálfs. Hér að neðan er hægt að lesa um hvern og einn þátt klukkuverksins og kynna sér hlutverk hans í daglegri umsýslu.

Hugtakið háskóli er notað vegna umsóknar um viðurkenningu á háksólastarfsemi, sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár. Þó skólinn starfi ekki sem stendur sem viðurkenndur háskóli þá hefur uppfærsla á öllum reglum og stjórnsýslulegum gögnum miðast við að skólinn verði viðurkenndur háskóli að lokinni úttekt.

  1. Stutt lýsing: Utanaðkomandi Dómnefnd metur hæfi umsækjenda í  stöður lektora, dósenta og prófessora við KVÍ/IFS. 

    Meðlimir:  

    Dr. Lars Emil Lundsten, HA, formaður, aðalmaður 

    Dr. Sigurður Gylfi Magnússon, HÍ, aðalmaður 

    Gísli Snær Erlingsson, rektor, London Film School, sérfræðingur 

    Dr. Elsa Eiríksdóttir, HÍ, varamaður 

    Dr. Þóranna Jónsdóttir, HR, varamaður  

    Lengri lýsing: Rektor ræður prófessora, dósenta og lektora að  undangengnu hæfismati dómnefndar. Heimilt er að ráða aðjúnkta  án hæfismats. Reglan gildir ekki um ráðningar stundakennara.  Dómnefnd er stofnsett skv. 18. gr. laga um háskóla nr. 63/2006.  

    Eftirfarandi eru stöðuheiti akademískra starfsmanna ásamt  almennri lýsingu:  

    PRÓFESSOR: Leiðandi listamaður á sínu sérsviði um árabil og  virkur í fræðasamfélaginu. 

    DÓSENT: Viðurkenndur listamaður  á sínu sérsviði og þátttakandi í faglegri umræðu. 

    LEKTOR: Með  mikla þekkingu á sérsviði og töluverða kynningu á verkum sínum.  

    AÐJÚNKT: Sérfræðingur á fagsviði og mikil reynsla. 

    Mat dómnefndar skal byggja á: 

    a. Lögum um háskóla nr. 63/2006 og öðrum lögum og  reglugerðum sem kunna að eiga við.  

    b. Reglum og viðmiðum skólans um mat á hæfi í akademísk  störf eins og þær birtast hér og í starfsreglum og kennsluskrá  skólans. 

    d. Auglýsingu. 

    e. Starfslýsingu. 

    f. Greiningarvinnu dómnefndar.  

    Dómnefnd getur leitað umsagna frá sérfræðingum um tiltekin verk  eða störf umsækjenda.

    Úr reglum skólans:

    Utanaðkomandi dómnefnd metur hæfi umsækjenda í stöður lektora, dósenta og prófessora við KVÍ/IFS. Sjá nánar í sérreglum og stjórnsýsluskýrslu.

  1. Stutt lýsing: Alls eru 12 fagstjórar yfir sérlínum skólans. Þeir hafa  umsjón með og móta sérlínunámskeið kennsluskrár. Þeir skipa  einnig fjögurra manna fagstjóraráð sem kemur að eftirliti og mótun  stoðnámskeiða. 

    Meðlimir: D4: Rúnar Guðbrandsson, Þórey Sigþórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir, D3: Hilmar Oddsson, Börkur Gunnarsson, Heiðar  Sumarliðason, D2: Kjartan Kjartansson, Davíð Corno, Rob Tasker,  Tómas Örn Tómasson, D1: Hilmar Oddsson, Hlín Jóhannesdóttir 

    Lengri lýsing: Yfir hverri sérlínu innan deilda eru fagstjórar;  Tveir í deild 1, yfir leikstjórn og yfir framleiðslu. Fjórir í  deild 2, yfir kvikmyndatöku, yfir hljóðvinnslu, yfir klippingu  og yfir myndbreytingu. Þrír í deild 3, yfir leikstjórn, yfir  kvikmyndahandritum í fullri lengd og yfir tegundum handrita. Þrír  í deild 4, yfir leiklist, yfir leik & hreyfingu og yfir leik & rödd. Sami  fagstjóri er yfir leikstjórn í deild 1 og 3 sem kennd er saman á 1. og  2. misseri. Samtals eru fagstjórar 12.  

    Hlutverk fagstjóra er þátttaka í mótun náms á sérlínum,  heildarskipulag kennslu, eftirlit og gæðamat, samhæfing náms  með öðrum fagstjórum og skólastjórnendum. Þeir eru til viðtals  fyrir nemendur vegna faglegra þátta námsins. Fagstjórar kenna  að lágmarki eitt námskeið á sérlínu en aldrei fleiri en þrjú. Rektor  ræður fagstjóra. Einn fagstjóri úr hverri deild skipar fulltrúa í  fjögurra manna fagstjóraráð (sjá umfjöllun um fagstjóraráð). 

    Úr reglum skólans:

    Yfir hverri sérlínu innan deilda eru fagstjórar: Tveir í deild 1; yfir leikstjórn og yfir framleiðslu. Fjórir í deild 2; yfir kvikmyndatöku, yfir hljóðvinnslu, yfir klippingu og yfir myndbreytingu. Þrír í deild 3; yfir leikstjórn, yfir kvikmyndahandritum í fullri lengd og yfir tegundum handrita. Þrír í deild 4; yfir leiklist, yfir leik & hreyfingu og yfir leik og rödd. Sami fagstjóri er yfir leikstjórn í deild 1 og 3 sem kennd er saman á 1. og 2. misseri. Samtals eru fagstjórar 11. Hlutverk fagstjóra er þátttaka í mótun náms á sérlínum, sjá um heildarskipulag kennslu, eftirlit og gæðamat og samhæfing náms með öðrum fagstjórum og skólastjórnendum. Þeir eru til viðtals fyrir nemendur vegna faglegra þátta námsins. Fagstjórar kenna að lágmarki eitt námskeið á sérlínu en aldrei fleiri en þrjú. Rektor ræður fagstjóra í samvinnu við námstjóra. Einn fagstjóri úr hverri deild skipar fulltrúa í fjögurra manna fagstjóraráð (sjá umfjöllun um fagstjóraráð). Menntunarkröfur eru háskólapróf og veruleg reynsla á sérsviði. Að auki skulu fagstjórar hafa kennslureynslu við skólann áður en þeir eru ráðnir, að lágmarki þrjú námskeið.

  1. Stutt lýsing: Fagstjóraráð hefur sérstakt eftirlit með stoðgreina námskeiðum og vinnur með Kennsluskrárnefnd að framþróun  þeirra 

    Meðlimir: 1 fagstjóri úr hverri deild 

    Lengri lýsing: Stoðgreinar eru námskeið innan sérsviðs sem  ætlað er að styðja við nám á sérlínum. Hér er um 23 námskeið að ræða sem raðast niður á deildirnar. Stoðgreinanámskeiðin eru um 10% af náminu í hverri deild en mjög  mikilvæg sem sjálfstæðar einingar til að styðja við heildina. En það  er mikilvægt að velja réttu námskeiðin til að veita stuðning. Þess  vegna þarf sífellt að meta stöðuna. 

    Fagstjóraráðið er skipað 4 fagstjórum (af 11), einum úr hverri  deild. Það fer árlega yfir árangur stoðgreinanámskeiðanna  (þvert á deildir) og kemur með tillögur um breytingar til  kennsluskrárnefndar ef það telur þörf á. 

    Stoðgreinanámskeið 

    D1: 8 námskeið, 16 einingar 

    D2: 5 námskeið, 12 einingar 

    D3: 5 námskeið, 12 einingar 

    D4: 5 námskeið, 11 einingar 

    Úr reglum skólans:

    Fagstjóraráð hefur sérstakt eftirlit með stoðgreinanámskeiðum og vinnur með Kennsluskrárnefnd að framþróun þeirra. Fagstjórar hverrar deildar koma sér saman um fulltrúa deildar í Fagstjóraráð. Ráðið heldur einn fund á ári í apríl og fer yfir námskeiðin og upplýsingar. Námsstjóri, sem jafnframt er formaður kennsluskrárnefndar, situr fundinn og kynnir stöðu og árangur stoðgreina.

  1. Stutt lýsing: Hlutverk Framleiðsluráðs er yfirumsjón með allri  kvikmyndaframleiðslu skólans hvað varðar tæki og tæknibúnað og  vinnsluferla. Framleiðsluráð kemur einnig að aðstoð við dreifingu  mynda á kvikmyndahátíðir og gerð starfsþjálfunarsamningar við  fyrirtæki.

    Meðlimir: 

    Tækni-, framleiðslu-, & rekstrarstjóri - Jón Camson

    A Fag- & starfsmannastjóri - Hlín Jóhannesdóttir

    Náms- & sölustjóri - Hrafnkell Stefánsson. 

    Lengri lýsing: Hlutverk Framleiðsluráðsins er að sjá til þess að  skipulag og umgjörð framleiðslu sé með þeim hætti að bestu möguleikar séu fyrir nemendur að ná gæðum í kvikmyndir sínar.  Ráðið er ábyrgt fyrir gerð framleiðsluáætlunar sem liggur fyrir í  upphafi misseris. Ráðið fylgist síðan með að áætlanir haldi. Ráðið  er skipað A fagstjóra, námsstjóra og tækni-, framleiðslu- og  rekstrarstjóra sem er formaður. 

    Framleiðsluráðið mótar einnig stuðningskerfi við útskrifaða nemendur með kynningu á þeim og með gerð samninga við framleiðslufyrirtæki um starfsþjálfun. Ráðið vinnur  stöðuga hugmyndavinnu um hvernig betur megi þjónusta  útskrifaða nemendur og atvinnulífið. 

    Ráðið mótar stuðningsferla fyrir nemendur þegar þeir senda  myndir sínar á kvikmyndahátíðir. 

    Úr reglum skólans:

    Hlutverk Framleiðsluráðs er yfirumsjón með allri kvikmyndaframleiðslu skólans hvað varðar tæki, tæknibúnað og vinnsluferla. Framleiðsluráð kemur einnig að aðstoð við dreifingu mynda á kvikmyndahátíðir og gerð starfsþjálfunarsamninga við fyrirtæki. Hlutverk Framleiðsluráðsins er að sjá til þess að skipulag og umgjörð framleiðslu sé með þeim hætti að bestu möguleikar séu fyrir nemendur að ná gæðum í kvikmyndir sínar. Ráðið er ábyrgt fyrir gerð framleiðsluáætlunar sem liggur fyrir í upphafi misseris. Ráðið fylgist síðan með að áætlanir haldi. Ráðið er skipað A fagstjóra, námsstjóra og tækni-, framleiðslu- og rekstrarstjóra sem er formaður.

  1. Stutt lýsing: Hlutverk ráðsins er að fylgjast með námsframvindu  nemenda, kennslumati á kennurum/leiðbeinendum og gæðum  námskeiða.

    Rektor, formaður - Börkur Gunnarsson

    Námsstjóri - Hrafnkell Stefánsson 

    Starfsmanna- og fagstjóri - Hlín Jóhannesdóttir 

    Forseti kjarna - Oddný Sen 

    Gæðastjóri - Anna Þórhallsdóttir 

    Lengri lýsing: Framvinduráð fundar einu sinni í mánuði og fer yfir gögn  mánaðarins og metur hvort bregðast þurfi við einhverjum málum.  Eins skal greint þar sem vel hefur tekist til. Í janúar og júní eru haldnir  uppgjörsfundir nýlokins skólamisseris. Halda skal fundargerð um  niðurstöður. Framvinduráð er skipað rektor, sem jafnframt er formaður,  starfsmanna- og A fagstjóra, námstjóra, gæðastjóra og forseta Kjarna. 

    Úr reglum skólans:

    Hlutverk ráðsins er að fylgjast með námsframvindu nemenda, kennslumati á kennurum/leiðbeinendum og gæðum námskeiða. Framvinduráð fundar einu sinni í mánuði og fer yfir gögn mánaðarins og metur hvort bregðast þurfi við einhverjum málum. Eins skal greint það sem vel hefur tekist til. Í janúar og júní eru haldnir uppgjörsfundir nýlokins skólamisseris. Halda skal fundargerð um niðurstöður. Framvinduráð er skipað rektor, sem jafnframt er formaður, starfsmanna- og A fagstjóra, námstjóra, gæðastjóra og forseta Kjarna.

  1. Stutt lýsing: Gæðaráð hefur eftirlit með allri starfsemi skólans,  stýrir innra mati, leggur fram umbótatillögur og fylgir þeim eftir. 

    Meðlimir: 

    Anna Þórhallsdóttir, formaður 

    Hrafnkell Stefánsson, námsstjóri KVÍ Sjá lýsingu á st

    Ólöf Ása Böðvarsdóttir, skrifstofustjóri

    Jón Camson, tækni-, framleiðslu- og rekstrarstjórn 

    Oddný Sen, fagstjóri kjarna 

    Elín Pálsdóttir, fulltrúi nemenda 

    Lengri lýsing: 

    Hlutverk gæðaráðs er skipulagt eftirlit með gæðum skólastarfseminnar, úrvinnsla gagna og gerð tillagna og ábendinga til skólaráðs. Gæðaráð er skipað gæðastjóra, sem jafnframt er  formaður, skrifstofustjóra, námsstjóra, forseta Kjarna, tæknistjóra  og fulltrúa nemenda. 

    Eðli háskólastarfsemi er að það má alltaf auka gæðin og það er því  kjarni starfsemi ráðsins að móta tillögur um hvernig það megi gera. En jafnframt og ekki síður er hlutverk ráðsins að tryggja stöðuga samfellu í öllu gæðastarfi skólans. Þannig að allir viðskiptavinir;  nemendur, starfsfólk og þjónustuaðilar, upplifi á hverjum degi  faglegt háskólastarf í öllum þáttum starfsseminnar.

    Gæðastarf KVÍ/IFS byggir á þremur meginstoðum: 

    a) Viðmið b) Upplýsingaöflun c) Umbótaferlar 

    Viðmið skólans 

    i) Vörumerkjagreining KVÍ/IFS

    ii) Markmið sem skólanum eru sett af yfirstjórn 

    iii) Evrópskir gæðarammar ESG_2015 og íslensk háskólalög nr. 63/2006 

    iv) Það besta sem er að gerast í háskólum heimsins 

    v) Gæðastefna KVÍ/IFS

    Eftirlitskerfi skólans 

    i) Innritun og kynningarstarf 

    ii) Kennararáðningar og mannahald 

    iii) Tæknibúnaður, húsnæði, umgjörð, innra starf 

    iv) Skólastarf, upplýsingar frá nefndum og ráðum 

    v) Útskriftir  

    vi) Árangur útskrifaðra 

  1. Stutt lýsing: Hlutverk háskólaskrifstofu er fjórþætt:
    a) Umsjón  með gagnasöfnum sem verða til við starfsemi skólans (móttaka/ söfnun, skrásetning, varðveisla, aðgengi).
    b. Reikningagerð vegna  skólagjalda og eftirlit með innheimtu þeirra ásamt útgreiðslu  reikninga og launa, og skilum á gögnum í bókhald.
    c) Skráning  námsárangurs og gerð prófskírteina. Uppfærsla og árleg keyrsla  nemendaskrár. Úrvinnsla upplýsinga
    d) Upplýsingagjöf og þjónusta.

    Meðlimir: Ólöf Ása Böðvarsdóttir (a-e), Bókhald & þjónusta (b),  Deloitte (b), Anna Þórhallsdóttir (b,c), Hrafnkell Stefánsson (a. c,  d), Jón Camson (a,d), Sigurður Traustason (a,d) 

    Lengri lýsing:  

    Hlutverk háskólaskrifstofu er að þjóna vörumerki skólans, gildum  skólans, markmiðum skólans og gæðastefnu skólans.

    Greining verkliða háskólaskrifstofu og gögn sem þarf að meðhöndla 

    a) Gagnasöfn. 

    i) Umsóknir, nemendaskráning, einkunnir 

    ii) Rekstargögn, samskipti, samningar, ferlagögn 

    iii) Rekstargögn, fjárhagsbókhald, tekjur/kostnaður

    iv) Kvikmyndir nemenda. 

    b) Reikningar, bókhald 

    i) Útsendir reikningar 

    ii) Mótteknir reikningar og fylgigögn 

    iii) Undirbúningur gagna og sending þeirra til bókhalds  samskipti við bókhald og endurskoðun 

    iv) Úrvinnsla talnaupplýsinga 

    c) Inntaka - Námsárangur - Útskriftir.  

    i) Umsóknargögn; útsending, móttaka 

    ii) Einkunnir, umsagnir, kennsluáætlanir, kennslugögn

    iii) Staðfest einkunnaspjöld og viðurkenningar  

    iv) Uppfærsla og eftirlit nemendaskrár 

    v) Söfnun upplýsinga, innra eftirlit og mat, samnings og lögbundin skil 

    d) Útgáfa, - innri vefur, misserisútgáfur, - annað 

    i) Árlegt skóladagatal 

    ii) Misserisstundarskrá 

    iii) Upplýsingagjöf á innri vef  

    iv) Auglýsingaútgáfa 

    v) Tilfallandi skipulagðar útgáfur

    e) Upplýsingagjöf og skil 

    i) Skipulögð söfnun gagna og upplýsinga.  

    ii) Samningsbundin og lögbundin skil á efni og upplýsingum  sem verða til í skólastarfinu 

    iii) Þjónusta við háskólasamfélagið, nemendur, samstarfsfólk  og fyrirtæki. 

    iv) Sértæk upplýsingasöfnun: Framhaldsnám að loknu námi í  KVÍ/IFS 

    Úr reglum skólans: 

    Hlutverk háskólaskrifstofu er fjórþætt;

    a) Umsjón með gagnasöfnum sem verða til við starfsemi skólans (móttaka/ söfnun, skrásetning, varðveisla, aðgengi).

    b. Reikningagerð vegna skólagjalda og eftirlit með innheimtu þeirra ásamt útgreiðslu reikninga og launa, og skilum á gögnum í bókhald.

    c) Skráning námsárangurs og gerð prófskírteina. Uppfærsla og árleg keyrsla nemendaskrár ásamt vinnslu upplýsinga

    d) Upplýsingagjöf og þjónusta.

    Yfirmaður háskólaskrifstofu nefnist skrifstofustjóri. Hann skal hafa mikla reynslu í skipulagi og stjórnun skrifstofuhalds.

  1. Stutt lýsing: Kennsluskrárnefnd er ábyrg fyrir hönnun og árlegri  uppfærslu kennsluskrár fyrir allar deildir skólans og Kjarna.  Fulltrúar eru 5 og fastir fundir tvisvar á ári. Útgáfa kennsluskrár er  1. júlí ár hvert. 

    Meðlimir: 

    Námsstjóri, formaður ...............Hrafnkell Stefánsson

    Forseti kjarna..............................Oddný Sen

    Fulltrúi fagstjóra ........................Hlín Jóhannesdóttir

    Fulltrúi nemenda .......................Birta Káradóttir

    Gæðastjóri ...................................Anna Þórhallsdóttir

    Lengri lýsing: Formaður kennsluskrárnefndar er námsstjóri. Auk  hans sitja í nefndinni forseti Kjarna, fulltrúi fagstjóra skipaður á  fagstjórafundi, gæðastjóri og fulltrúi nemenda skipaður af Kínema.  Fulltrúar fagstjóra og nemenda eru skipaðir til eins árs og skal  skipun fara fram eigi síðar en 10. september ár hvert. Skólaráð  stýrir framkvæmd skipana í nefndina í samvinnu við formann og  hefur eftirlit með vinnu hennar.

    Kennsluskrárnefnd er ábyrg fyrir uppfærslu kennsluskrár. Nefndin  skal kalla formlega eftir tillögum að umbótum á kennsluskrá  frá eftirtöldum aðilum: Stjórn nemendafélags, fagstjóraráði,  stjórnendum skólans og háskólaráði. Viðkomandi aðilar eru ekki  skyldugir til að koma með umbótatillögur nema þeir telji þörf  á. Þá skal nefndin einnig hafa kennslumat sem gert er í lok hverrar annar til hliðsjónar við yfirferð. Nefndarmenn skulu að auki safna óformlega saman öllum  ábendingum, t.d. frá kennurum/leiðbeinendum, nemendum og öðrum sem tengjast skólastarfinu. Námsstjóri skal halda utan um  allar umbótatillögur sem berast nefndinni og leggur hann fram tillögurnar á fundum kennsluskrárnefndar. Í kennsluskrá skal koma fram uppbygging námsins,  röðun námskeiða niður á misseri og námskeiðalýsingar. 

    Kennsluskrá skal uppfærð árlega og skal útgáfudagur vera fyrsta virkan dag í júlí.

    Kennsluskrárnefnd fundar tvisvar á ári, í byrjun janúar og í byrjun júní. Ný kennsluskrá skal birt rafrænt á heimasíðu skólans en einnig skulu prentuð 10 eintök fyrir starfsfólk sem þarf mikið að vinna með skrána. 

    Námið er samsett úr fjórum grunnþáttum: Kjarna, sérlínum,  stoðgreinum og framleiðslu. Þessi rammi er fasti og er ekki á valdi kennsluskrárnefndar að breyta honum. Umbótatillögur og  breytingar verða því að rúmast innan hans. Miðað er við að árlegar uppfærslur leiði af sér 5 til 7% breytingar á kennsluskrá. Á fimm ára fresti, þ.e. á heilum og hálfum áratug (næst 2025) skal gerð ítarlegri úttekt sem getur kallað á meiri breytingar. 

    Meiriháttar breytingar á kennslurammanum skulu gerðar af stjórn skólans í samvinnu við yfirvöld menntamála í landinu. 

    a. Almennur tilgangur háskólamenntunar  

    i. Þátttaka útskrifaðra nemenda á sérhæfðum atvinnumarkaði  eða í framhaldsnámi. Hér skal byggt á nýjustu könnunum um virkni útskrifaðra. Metið skal hvort og hvar megi styrkja kennsluskrána til að auka eða stilla af virkni eftir útskrift. 

    ii. Persónulegur þroski nemenda sem einstaklingar og  listamenn (dulda kennsluskráin).  

    Hér skulu fyrst og fremst metnar niðurstöður listráðs um  gæði og dýpt útskriftarverkefna.  

    iii: Virkt háskólasamfélag (dulda kennsluskráin). 

    Hér skal lagt mat á alla virkni utan hefðbundinnar stundaskrár; starfsemi Kínema, fundi, kynningar, samstarfsverkefni, hátíðir ofl.. 

    iv: Þáttur rannsókna og kennsluefnisgerðar í að byggja upp  djúpa, breiða og nýja þekkingu. 

    Hér skal metið hversu sterk tenging er á milli rannsóknarstarfs skólans við nám og kennslu.   Kennsluskrárnefnd skal leggja sig fram við að styrkja þá  tengingu í árlegri yfirferð kennsluskrár.

    b. Kennsluskrá og starfsemi síðasta misseris

    i. Niðurstöður úr kennslukönnunum metin. 

    Hér skulu skoðuð sérstaklega öll frávik þar sem námskeið  fá lága einkunn í mati. Einnig skulu skoðaðar niðurstöður  úr innra mati þar sem það á við. 

    c. Athugasemdir, ábendingar, umbætur 

    i. Farið skal skipulega yfir allar ábendingar sem liggja  fyrir og ræða um hvort og hvaða breytingar skuli gera á  kennsluskrá sem viðbrögð við þeim. 

    Gæðastjóri og formaður nefndarinnar bera ábyrgð á  textavinnslu vegna breytinga á kennsluskrá. Gæðastjóri skrifar  stutta skýrslu um vinnu nefndarinnar til birtingar í ársskýrslu. Í  formála nýrrar kennsluskrár skal getið um allar breytingar sem  gerðar eru frá útgáfunni á undan. 

    d. Innra og ytra mat, árangursmælingar. 
    Kennsluskráin er samofin allri starfsemi skólans. Öll markmið  sem skólanum eru sett þurfa að byggja á skýrum ramma  kennsluskrárinnar. Stefnumótun stjórnar og skólaráðs í vörumerkjavinnu, allt gæðamat bæði innra og ytra, niðurstöður  úr rannsóknarstarfi og hvaðeina sem fram fer í skólastarfinu,  getur haft áhrif á áherslur í kennsluskrárvinnu. Fulltrúar í  nefndinni þurfa því að vera vel tengdir skólastarfinu og stefnu  skólans. 

    Samantekt: 

    ● Útgáfa nýrrar kennsluskrár skal vera í júlí ár hvert
    ● Ábyrgð útgáfu er í höndum kennsluskrárnefndar
    ● Skipan nefndar: Námsstjóri, forseti Kjarna, fulltrúi fagstjóra,  fulltrúi nemenda, gæðastjóri. 

    ● Fastir fundir nefndar í janúar og júní.  

    Úr reglum skólans:

    Kennsluskrárnefnd er ábyrg fyrir hönnun og árlegri uppfærslu kennsluskrár fyrir allar deildir skólans og kjarna. Fulltrúar eru 5 og fastir fundir tvisvar á ári. Útgáfa kennsluskrár er 1. júlí ár hvert. Formaður kennsluskrárnefndar er námsstjóri. Auk hans sitja í nefndinni; forseti kjarna, fulltrúi fagstjóra skipaður á fagstjórafundi, gæðastjóri og fulltrúi nemenda skipaður af Kínema. Fulltrúar fagstjóra og nemenda eru skipaðir til eins árs í senn og skal skipun fara fram eigi síðar en 10. september ár hvert. Skólaráð stýrir framkvæmd skipana í nefndina í samvinnu við formann og hefur eftirlit með vinnu hennar.

  1. Stutt lýsing: Hlutverk Listráðs er stefnumótun, samhæfing og  eftirlit með öllum framleiðsluverkefnum skólans auk þess að vera  bakhjarl og stuðningsaðili við kennara varðandi listrænar áherslur. 

    Meðlimir: Rektor stýrir Listráði framleiðslu í skólanum og  er jafnframt formaður þess. Með honum sitja námsstjóri og  starfsmanna- og fagstjóri sem skráir fundargerð. 

    Lengri lýsing: Listráð fundar með kennurum sem stýra framleiðslu í  skólanum og fer yfir áherslur í kennslunni, m.a. byggt á framleiðslu  fyrri missera. 

    a. Listráð fundar með kennurum vegna verkefna annarra en  útskriftarmynda í upphafi misseris og skilar síðan af sér  stuttu mati á verkefnum eftir misserið. 

    b. Vegna útskriftarmynda fundar Listráð með kennurum tvisvar á misseri til að fara yfir inntak og framgang verka.  Ráðið skilar af sér stuttri greinargerð og mati á gæðum  útskriftarmynda.  

    Listráð getur óskað eftir að skoða verk á vinnslustigi. Tekið skal  fram að Listráð veitir leiðbeinandi ráðgjöf en er ekki yfirvald  verkefna. 

    Listráðsfundir eru kerfisbundið upplýsingagefandi;  fjöldi og staða verkefna, inntak og væntingar kennarans. Á  Listráðsfundum fer einnig fram almenn umræða um verkefnin  og hvernig megi auka gæði. Listráð skal nýta þessa fundi til  að kynnast leiðbeinanda, kennsluaðferðum og persónulegu  sjónarhorni hans.

    Úr reglum skólans:

    Hlutverk Listráðs er stefnumótun, samhæfing og eftirlit með öllum framleiðsluverkefnum skólans auk þess að vera bakhjarl og stuðningsaðili við kennara varðandi listrænar áherslur.  Rektor stýrir Listráði framleiðslu í skólanum og er jafnframt formaður þess. Með honum sitja námsstjóri og A fagstjóri. Listráð fundar með kennurum sem stýra framleiðslunámskeiðum í skólanum og fer yfir áherslur í kennslunni, m.a. byggt á framleiðslu fyrri missera.

    a. Listráð fundar með kennurum vegna verkefna annarra en útskriftarmynda í upphafi misseris og skilar síðan af sér stuttu mati á verkefnum eftir misserið.

    b. Vegna útskriftarmynda fundar Listráð með kennurum tvisvar á misseri til að fara yfir inntak og framgang verka. Ráðið skilar af sér stuttri greinargerð og mati á gæðum útskriftarmynda.

  1. Stutt lýsing: Miðlun skólans er ætlað mikilvægt kennslufræðilegt hlutverk í skólastarfinu. 

    Meðlimir: 
    Umsýsla og vinna við samfélagsmiðla er í höndum Ernu  Lilliendahl (FB, Twitter, fréttir heimasíðu) og Neil John Smith  (Instagram, útskriftarbæklingur). Fréttagerð kemur víðsvegar að,  m.a. í tímabundnum ráðningum fréttamanna. Miðlunarnefnd er í  mótun en stjórnun hennar hefur verið í höndum Böðvars Bjarka  Péturssonar, stjórnarformanns.

    Lengri lýsing:
    Áhersla er lögð á að láta miðlana þjóna skólastarfinu  en ekki öfugt. Áhersla er lögð á að ná valdi á miðlunum og tileinka sér nýja miðla eftir því sem þeir koma fram. Sem kvikmyndaháskóli með sérþekkingu á sjónrænum miðlum og myndmáli þá verður skólinn að gera þær kröfur til sjálfs sín að geta „spilað með“ í þeirri  miðlunarsprengingu sem á sér stað í heiminum. KVÍ-IFS býður upp  á klassískt evrópskt kvikmynda- og leiklistarnám með fremur litla  áherslu á nýmiðlun í náminu sjálfu. Hin klassíska grunnþekking hjá  mannauði skólans á kvikmyndagerð á hins vegar að endurspeglast  í öruggum og framsæknum tökum á nýmiðlun. Miðlun skólans er  áskorun til akademíunnar að taka þátt í nýmiðlun hverju sinni á  grunni klassískrar þekkingar. 

    Miðlunarstarf KVÍ-IFS er þannig eitt af sérkennum hans og á að vera grunnstoð starfseminnar. Markmiðið er að endurspegla  akademískt sjálfsöryggi framsækins háskóla.
    Dæmi um framsækni í miðlun eru IFS_news á Twitter sem hefur  flutt yfir 13000 fréttir af kvikmyndagerð í heiminum á síðustu  sex árum. Birtingar eru í fyrirfram í ákveðnu hlutfalli bæði hvað  varðar heimsálfur og efnisflokka og allar fréttir eru skráðar og  flokkaðar með mánaðarlegri skýrslu. Afraksturinn eru skipulagðar  fréttir mjög upplýsandi um kvikmyndagerð í flestum löndum  heims. Fréttasafnið er síðan efniviður í margskonar athuganir og  rannsóknir.  

    Þess ber að geta að fréttir úr öllum miðlum KVÍ-IFS eru sýndar  á sjónvarpsskjám í skólahúsnæðinu og eru þannig hluti af  „menntandi“ sjónumhverfi nemenda. 

    Virknin er í miðluninni (The function is in the Media) er eitt af  einkunnarorðum skólans. M.ö.o. það sem gerist á miðlunum er  það sem gerist í skólanum. Gæðamiðlun hefur áhrif á að skapa  gæðaskólastarf. 

    Miðlun KVÍ/IFS skiptist í fjóra meginhluta, skipt eftir miðlum
    a. Miðlun á interneti 

    b. Miðlun í kvikmyndahúsum 

    c. Miðlun á sjónvarpsstöðvum 

    d. Miðlun á prenti 

    e. Miðlun óhefðbundin 

  1. Stutt lýsing: 

    Námsstuðningur skiptist í fimm grunnþætti: a)  Námsráðgjöf og persónuleg stuðningsviðtöl, b) Aðgengismál og  námsaðstöðu. c) Frjálst list-, fræði- og rannsóknarstarf d) Stuðning  við útskrifaða vegna náms eða vinnu. e) Almennan stuðning allra  starfsmanna til ráðgjafar og stuðnings. 

    Meðlimir:
    Námsráðgjafi, rekstrarstjóri, móttökustjóri, námsstjóri, A  fagstjóri, skrifstofustjóri háskólaskrifstofu. Skólaráð er ábyrgðaraðili  gagnvart námsstuðningi. 

    Lengri lýsing: 

    Grunnþættir námsstuðnings:

    a. Nemendur hafa daglegt aðgengi að námsráðgjafa og  stuðningsfulltrúa, bæði til að ræða námstengd og persónuleg mál.  Námsráðgjafi fylgist einnig með ástundun nemenda og hefur forgöngu um stuðning ef þörf er á. - Persónulegur stuðningur 

    Til viðbótar námsstuðningi þá er unnið að því að koma upp góðu  mötuneyti til að tryggja aðgengi nemenda að góðu fæði. Nýtt,  stórt mötuneyti verður ekki í boði fyrr en í ársbyrjun 2024. 

    Úr reglum skólans:

    Námsstuðningur skiptist í eftirfarandi þætti: 

    a) Námsráðgjöf og persónuleg stuðningsviðtöl, 

    b) Aðgengismál og námsaðstöðu, 

    c) Frjálst list-, fræði- og rannsóknarstarf, 

    d) Stuðning við útskrifaða vegna náms eða vinnu. 

    e) Almennan stuðning allra starfsmanna til ráðgjafar og stuðnings.

    Námsráðgjafi skal hafa háskólamenntun á sviði kennslufræða og reynslu af ráðgjöf. Mótttökustjóri sér um alla almenna þjónustu við nemendur, kennara og starfsfólk.

  1. Stutt lýsing: Kínema er heiti nemendafélags allra nemenda í KVÍ/ IFS. Félagið gætir hagsmuna nemenda skólans og stendur fyrir  fjölda viðburða á hverju misseri. 

    Uppbygging stjórnar:

    Formaður 

    Varaformaður og fulltrúi  nýnema 

    Gjaldkeri 

    Viðburðastjóri 

    Grafískur hönnuður 

    Góðgerðarfulltrúi 

    Lengri lýsing: Markmið félagsins er að styrkja félagslíf og  tengsl hvort heldur sem er á skólatíma eða utan hans. Í stjórn  KÍNEMA eru nemendur sem bjóða sig fram hverju sinni og vinna  stjórnarmeðlimir að styrkingu flæðis verkefna og hugmynda  á meðal nemenda. Lífið í skólanum er fjölbreytt, skemmtilegt,  mikið samstarf er á milli deilda og eflir félagsstarfið þætti sem  nauðsynlegir eru nemendum þegar haldið verður út í atvinnulífið.  

    Starfsemi Kínema er sjálfstæð og stjórnsýsla skólans hefur lítið afskipti af vinnu nemendafélagsins. Háskólaskrifstofa heldur utan um nemendasjóðinn og uppgjör hans. Nemendur sjá alfarið um kjör fulltrúa og starfsemi félagsins. Kínema skipar fulltrúa í  Háskólaráð, Gæðaráð, Prófanefnd og Kennsluskrárnefnd. 

    Úr reglum skólans:

    Nemendafélag KVÍ/IFS heitir Kínema. Skipað er í stjórn þess samkvæmt reglum sem nemendur setja sjálfir. Stjórn Kínema er mikilvægur tengiliður nemenda við stjórnsýslu skólans. Kínema skipar fulltrúa í Háskólaráð, Kennsluskrárnefnd, Prófanefnd og Gæðaráð skólans. Árlegri skipan fulltrúa nemenda skal vera lokið fyrir 10. september ár hvert. Stjórn Kínema skal funda með Skólaráði amk einu sinni á hverju misseri, þar sem farið er yfir skólastarfið.  

    Kínema er fjármagnað að ákveðinni upphæð sem er hluti af staðfestingagjöldum nemenda. Kvikmyndaskólinn heldur utan um sjóðinn og bókhald vegna hans.

  1. Stutt lýsing: Prófanefnd hefur eftirlit með að hæfnimat í  skólanum sé af reglubundnum gæðum frá ári til árs og að  námsmat sé réttlátt, faglegt og leiðbeinandi.

    Námsstjóri, formaður ...............Hrafnkell Stefánsson 

    Skrifstofustjóri............................Ólöf Ása Böðvarsdóttir 

    Fulltrúi nemenda .......................Elín Björg Eyjólfsdóttir 

    Gæðastjóri ...................................Anna Þórhallsdóttir

    Lengri lýsing: 

    Prófanefnd er skipuð námsstjóra, sem jafnframt  er formaður, skrifstofustjóra háskólaskrifstofu, fulltrúa nemenda  og gæðastjóra sem skráir fundargerð. Prófanefnd fundar einn  formlegan fund á misseri en fleiri ef þurfa þykir. 

    Hlutverk prófanefndar er að hafa eftirlit með öllu námsmati  innan skólans. Unnið skal út frá gögnum sem fram koma í  kennslumati og öðrum upplýsingum um einkunnir, mat og  umsagnir. Athugasemdum skal komið til skólaráðs sem ákveður  viðbrögð. 

    Úr reglum skólans:

    Prófanefnd hefur eftirlit með að hæfnimat í skólanum sé af reglubundnum gæðum frá ári til árs og að námsmat sé réttlátt, faglegt og leiðbeinandi. Prófanefnd er skipuð námsstjóra, sem jafnframt er formaður, skrifstofustjóra háskólaskrifstofu, fulltrúa nemenda og gæðastjóra sem skráir fundargerð. Prófanefnd heldur einn formlegan fund á misseri, en fleiri ef þurfa þykir.

  1. Stutt lýsing: Hlutverk ráðsins er að veita akademískum starfs mönnum ráðgjöf starfsmenn vegna rannsóknarvinnu þeirra sem og  veita ráðgjöf og hafa eftirlit með starfsemi rannsóknarstofu skólans.  Ráðið setur fram árlegt mat á árangri rannsóknarstarfsins og skilar  stuttri skýrslu til yfirstjórnar. 

    Meðlimir: Rannsóknarráðið er skipað Dr. Sigurjóni B. Hafsteinssyni  sem jafnframt er formaður, Dr. Margréti E. Ólafsdóttur, Dr. Ara  Allanssyni og Önnu Þórhallsdóttur, áheyrnafulltrúa skólans og ritara nefndarinnar. 

    Lengri lýsing: Rannsóknarráð vinnur samkvæmt almennri stefnu  skólans um rannsóknarstarf þar sem segir: Skólinn stuðlar að því  að rannsóknir og listræn viðmið séu í takt við samtímann og þróun  kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Skólinn hvetur til að afurðir  rannsókna, þar með talin gögn og rannsóknaniðurstöður, séu gerðar  aðgengilegar öllum með hjálp upplýsingatækninnar. Skólinn hvetur  til fag- og rannsóknarsamstarfs akademískra starfsmanna, bæði  hérlendis og erlendis. Skólinn leitar leiða til þess að allt akademískt  starfsfólk fái notið sín í listrænum verkefnum og rannsóknum og  hvetur starfsfólk til samstarfs. 

    Úr reglum skólans:

    Við skólann starfar rannsóknarráð. Hlutverk þess er skipulag, ráðgjöf og tillögugerð vegna akademískra rannsókna við Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðið skal skipað þremur doktorum sem tengjast sjónrænum miðlum. Fjórði fulltrúinn er frá skólanum og ber hann ábyrgð á skráningu upplýsinga. Verksvið ráðsins er tvískipt. Annars vegar er það ráðgjöf við akademíska starfsmenn vegna rannsóknarvinnu þeirra og hins vegar er það ráðgjöf og eftirlit vegna starfsemi rannsóknarstofu skólans. Nánar er fjallað um starfsemi rannsóknarráðs og rannsóknarstofu í sérreglum. Kvikmyndaskólinn virðir fræðilegt sjálfstæði starfsmanna sinna. Fræðilegt sjálfstæði starfsmanna felur í sér rétt þeirra til að fjalla um kennslugrein sína og rannsóknarsvið á þann hátt sem þeir telja skynsamlegt og í samræmi við fræðilegar kröfur. Fræðilegt sjálfstæði dregur ekki úr ábyrgð starfsmanna um að fara að almennum starfsreglum og siðareglum háskólans. Viðfangsefni rannsókna og kennslu á fræðasviði háskólans skulu vera óháð afskiptum þeirra sem eiga skólann eða leggja honum til fé.

  1. Stutt lýsing: Aðkoma formlegra samstarfsháskóla að kennsluskrá Kjarna. 

    Meðlimir: Skólaráð, forseti Kjarna, fulltrúar samstarfsskóla

    Lengri lýsing: Kjarninn er smæsta ,,diplómueining” .KVÍ/IFS eða 30  einingar og er mjög verðmæt og vel hönnuð námsleið.  Samningar við Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands gera ráð fyrir að ákveðinn fjöldi nemenda í fullu námi í Kvikmyndafræðinni eigi þess kost að sækja Kjarnanámskeið hjá Kvikmyndaskólanum.  Sambærilegt flæði gæti orðið frá Listaháskólanum næðist gagnkvæmt viðurkenningarsamband. 

    Úr reglum skólans:

    Kvikmyndaskóli Íslands leitast við að vera í nánum samskiptum við öll skólastig í íslensku menntakerfi. Skólinn hefur unnið með öllum skólastigum, frá leikskóla og upp í háskóla. Markmið skólans er að stuðla að kvikmyndakennslu sem víðast í íslensku skólakerfi. Kvikmyndaskóli Íslands er meðlimur í Cilect, alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla, og tekur þar þátt í alþjóðlegu starfi, nemenda- og kennaraskiptum, námsstefnum, kvikmyndahátíðum og fleiru.

  1. Stutt lýsing: Yfirstjórn skólans í umboði stjórnar er í höndum  Skólaráðs sem ber ábyrgð á að allir þættir starfseminnar  séu af fullum gæðum. Skólaráð er skipað rektor, A fagstjóra/ starfsmannastjóra og gæðastjóra/fjármálastjóra. 

    Lengri lýsing: Stjórnsýslu KVÍ/IFS ber að starfa eftir regluföstum og fyrirsjáanlegum ferlum. Í kraftmiklum listaskóla í örum vexti, með 107 námskeið kennd á hverju misseri og yfir 100 titla  framleidda, gerist margt sem þarf að leysa skjótt og faglega. En  um leið þurfa alltaf að vera trygg gæði í afhendingu náms og  allri starfsemi skólans.  

    Stjórnunarsvið Skólaráðs KVÍ/IFS nær yfir eftirfarandi starfsþætti:

    1. Samninga, lög og reglur sem KVÍ/IFS hefur undirgengist 

    2. Að allir: nemendur, starfsfólk og samstarfsaðilar fái fulla þjónustu á hverjum degi og það bregðist aldrei. 

    3. Skipulag og stjórnun starfsmanna. Ráðningar kennara og  leiðbeinenda 

    4. Skipulag og stjórnun ráða og nefnda 

    5. Sölu- og kynningarstörf. 

    Mikilvægasti hlutinn af ábyrgð skólaráðsins er þjónustan frá  degi til dags. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem eru í nánum  samskiptum við nemendur og annað starfsfólk að hafa yfirmann  sem getur veitt upplýsingar og sem getur tekið við málum sem  þarfnast sérstakra úrlausna. 

    Meðlimir Skólaráðs eru til staðar á föstum tímum fimm daga  vikunnar og sinna í mörgum tilfellum ein og sér í málaflokkum  sem heyra undir þá. Þetta á fyrst á fremst við um mál þar sem  reglur eru skýrar en hugsanlega vafamál með útfærslu. Þau  hafa jafngildisvald gagnvart málum, þ.e. hvert og eitt þeirra  hefur heimild til að segja, svara og úrskurða, óformlega og  formlega, sem æðsta yfirvald skólans. Þetta er gert fyrir hraða  ákvarðanatöku sem oft er þörf á.

    Skólaráðsfundir eru haldnir vikulega. 

    Skólaráð ber einnig ábyrgð á allri kerfisbundinni útgáfu á vegum skólans: Árlegu skóladagatali, ársskýrslu til ráðuneytis. árlegri  skólanámskrá, útskriftarbæklingum, ársyfirliti allra stjórna, ráða og  nefnda, og fjölmiðlun. 

    Rektor er opinber ábyrgðarmaður rekstrar og starfsemi og hann verður að vera upplýstur um hvaðeina óvænt er gerist í starfsemi skólans. Komi til ágreinings í Skólaráði, getur rektor myndað meirihluta  með hvorum hinna fulltrúanna og ræður sú ákvörðun. Myndi  meðstjórnendur meirihluta gegn rektor þá skal málinu vísað til  stjórnar. Að öðru leyti er stöðuskipting innan Skólaráðs skólans þessi: 

    Rektor, æðsti yfirmaður skólans, ábyrgðaraðili starfsemi 

    A Fagstjóri/Starfsmannastjóri, staðgengill rektors ef þörf krefur 

    Gæðastjóri/Fjármálastjóri, ritari. 

    Úr reglum skólans:

    Yfirstjórn kvikmyndaskólans í umboði stjórnar er daglega í höndum skólaráðs sem ber ábyrgð á að allir þættir starfseminnar séu af fullum gæðum. Skólaráð er skipað rektor, A fagstjóra/ starfsmannastjóra og gæðastjóra/fjármálastjóra. 

    Stjórnunarsvið Skólaráðs KVÍ/IFS nær yfir eftirfarandi starfsþætti:

    1. Samninga, lög og reglur sem KVÍ/IFS hefur undirgengist.

    2. Daglega þjónustu og afgreiðslu erinda.

    3. Skipulag og stjórnun starfsmanna. Ráðningar kennara og leiðbeinenda.

    4. Skipulag, stjórnun og aðstoð við ráð og nefndir .

    5. Gæðastjórnun.

    6. Rekstrarmál.

    7. Útgáfumál.

    8. Sölu- og kynningarstörf.

    Skólaráð heldur vikulega fundi. Sjá nánar um skólaráð í skýrslu um stjórnsýslueiningar.

  1. Stutt lýsing: Óhlutbundið yfirheiti um það sem KVÍ/IFS raunverulega fæst við með starfsemi sinni sem listaháskóli. Einu sinni á ári er listavika undir merkinu Skynjun: Hvað gerum við,  hver erum við, þar sem nemendur og starfsfólk standa fyrir  listviðburðum innan skólans. 

    Meðlimir: Skólaráð ber ábyrgð á framkvæmd listaviku í samvinnu  við Kínema.

    Lengri lýsing: Sjálfstæð aðkoma “skynjunar” að háskólasamfélaginu  byggir á skipuriti sem fyrst kom fram í innramatsskýrslu árið 2016  um feril nemandans í gegnum skólann. Sjá mynd. 

    Hér er reynt að fanga hin raunverulegu fyrirbæri sem skólastarfið byggir á. 

  1. Stutt lýsing: Öll umgjörð skólahaldsins, húsnæði, tæknibúnaður og  framleiðsluferlar allrar kvikmyndagerðar innan skólans eru á ábyrgð þessarar  deildar. Hún kemur einnig að atvinnumiðlun, kynningarstarfi og margvíslegu  viðburðastarfi. Deildin hefur einnig umsjón með safnastarfi skólans í samráði við  háskólaskrifstofu. 

    Meðlimir: Jón Camson stýrir deild, ásamt tæknimönnum. Í húsnæðismálum  vinnur hann með Hjólum atvinnulífsins, Erni Pálmason og Kolfinnu Von  Arnardóttur. Einnig vinnur hann með Hlín Jóhannesdóttur, A Fagstjóra og Hrafnkeli Stefánssyni vegna framleiðslunnar (Framleiðsluráð). 

    Lengri lýsing: 

    Húsnæði, samvinna/útvistun, Hjól atvinnulífsins 

    i) Skipulag - áætlanagerð - innkaup - eftirlit 

    ii) Eftirlit og stjórn nemendaflæðis (stofuskipulag-stundaskrá-kennsluskrá)

    iii) Eftirlit með og stöðug uppfærsla kennsluaðstöðu 

    iv) Öryggis- og viðhaldsmál 

    Tækni. Samvinnuaðilar margir. 

    i) Skipulag - áætlanagerð - innkaup 

    ii) Umsýsla alls tækja- og tæknibúnaðar vegna kennslu, framleiðslu og  reksturs húsnæðis.

    Framleiðsla, samvinna við framleiðsluráð, leiðbeinendur o.fl. 

    i) Skipulag - áætlanagerð 

    ii) Útleiga tækjabúnaðar, skipulag eftirvinnslu og þjónusta við nemendur vegna allrar kvikmyndagerðar í skólanum til frumsýningar og varðveislu. (Framleiðsluáætlun, sýningarvikur, varðveislustefna). 

    Atvinnumiðlun, samvinna við framleiðsludeild, starfsþjálfun og kynningar:  

    Tækni-, framleiðslu- og húsnæðisdeild er bæði miðlæg og deild. Það er því  eðlilegt að tengja við hana hliðarþjónustu eins og þátttöku í sölustarfi og  þjónustu við útskrifaða vegna starfsþjálfunarsamninga. Sjá nánar í umfjöllun um  framleiðsluráð. 

    Kynningar og viðburðir:  

    Deildin er hjartað í starfseminni með einu hreyfanlegu starfsmennina, þ.e. ekki  fastir inni í kennslustofum eða skrifstofum. Það kemur því í hennar hlut að sjá um  framkvæmdir á ýmsum hugmyndum sem kvikna í skólastarfinu.

    Kvikmyndasafn KVÍ/IFS 

    TFR hefur umsjón með tæknilegum hluta safnsins en vinnur í  samvinnu við háskólaskrifstofu. 

    Söfnun miðar við að öll kvikmyndaverk sem kláruð eru og skilað til  að ljúka námskeiði, skuli skrásett og varðveitt. Samtals verða um  400 verk/titlar á ári í skólastarfinu í dag. Þau munu verða allt að  1000 þegar skólinn verður fullsetinn með erlendri deild.  

    Eftirfarandi meginreglur eru um virkni kvikmyndasafn KVÍ/IFS 

    a. Hlutverk safnsins er fyrst og fremst að þjóna skólastarfinu 

    b. Þetta er í eðli sínu lokað safn og meginreglan er að nemandi samþykki hvort verk sé aðgengilegt til almennrar sýningar.  

    c. Safnið á að vera lifandi hluti af skólastarfinu. Með því er átt  við að valin verkefni eru notuð til að kynna námskeið, notuð  í kennslu. Nemendur geta einnig notað það til að læra, fá  hugmyndir og finna viðmið. 

    d. Námskeiðsheiti, framleiðsluheiti, Deild, misseri, tímasetning,  titill verks, höfundur - á að vera yfirskráning verks. 

    Úr reglum skólans:

    Öll umgjörð skólahaldsins, húsnæði, tæknibúnaður og framleiðsluferlar allrar kvikmyndagerðar innan skólans eru á ábyrgð þessarar deildar. Hún kemur einnig að atvinnumiðlun, kynningarstarfi og margvíslegu viðburðastarfi. Deildin hefur einnig umsjón með safnastarfi skólans í samráði við háskólaskrifstofu. Yfirmaður deildarinnar nefnist tækni- rekstrar- og framleiðslustjóri (TRF). Menntunarkröfur eru tæknimenntun á sviði kvikmyndagerðar og mikil reynsla í faginu. Hlutverk TFR er umsjón og ábyrgð með öllum tæknibúnaði vegna framleiðslu, kennslu og á rekstri tækjaleigu. Hann sinnir einnig gerð framleiðsluáætlana samhliða stundarskrárgerð og stýrir framleiðsluráði. TFR hefur eftirlit með tækninýjungum og gerir tillögur að innkaupum í samráði við rektor og skólaráð. Hann hefur umsjón með kennsluhúsnæði og kennslubúnaði. Við deildina starfa 2 til 6 tæknimenn undir stjórn TFR.

  1. Stutt lýsing: Hlutverk Talnaráðs KVÍ/IFS er að vera stjórnendum,  ráðum og nefndum, til ráðgjafar um tölur og úrvinnslu talna upplýsinga í skólastarfinu.

    Meðlimir: Í Talnaráði sitja tveir utanaðkomandi fulltrúar,  tölfræðingar, stærðfræðingar eða stjórnendur sem eru mjög vanir  að vinna með tölur.  

    Lengri lýsing: Talnaráð hefur enn ekki verið fullskipað. Verkefni  og verkferlar verða mótaðir með nefndarmönnum. Nánar um forsendur: Starfsemi KVÍ/IFS háskóla snýst um nákvæma  staðfestingu á ákveðinni hæfni nemenda við útskrift. Starfsemin  snýst einnig um margvíslega mælanlega virkni, t.d. í rannsóknum  og miðlun. Háskólar eru í eðli sínu margbrotið mælingakerfi. Jafnvel eins þótt háskólinn fáist við listir. Það er beinlínis stefna  KVÍ/IFS að nota og rýna tölur sem mest í starfseminni. Skólinn hefur til að mynda alltaf gefið einkunnir í heilum og hálfum tölum  (ásamt umsögnum) í áratugi þrátt fyrir margvíslegar tískustefnur  í einkunnagjöf. Notkun talna og stjórnun út frá tölum í skólastarfi  getur kallað á margvísleg álitamál, eins og reyndin hefur orðið. Nýlegt dæmi er gerð mælingatöflu til að meta ferla umsækjenda um akademískar stöður við skólann.

    Úr reglum skólans:

    Hlutverk Talnaráðs KVÍ/IFS er að vera stjórnendum, ráðum og nefndum, til ráðgjafar um tölur og úrvinnslu talnaupplýsinga í skólastarfinu. Í Talnaráði sitja tveir utanaðkomandi fulltrúar, tölfræðingar, stærðfræðingar eða stjórnendur sem eru mjög vanir að vinna með tölur. Þeir skulu skipaðir af stjórn til þriggja ára í senn.

  1. Stutt lýsing: Við skólann starfar sérstök Úrskurðarnefnd sem fer  með æðsta úrskurðarvald innan skólans í agamálum og í málum sem tengjast réttindum nemenda.  

    Meðlimir: Í Úrskurðarnefnd sitja auk rektors, sem er formaður  hennar, A fagstjóri/starfsmannastjóri og gæðastjóri/fjármálastjóri, varamenn þeirra eru forseti Kjarna og einn fagstjóri, tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda. 

    Fulltrúar kennara og nemenda  skulu skipaðir til eins árs í senn og skulu þeir hafa varamenn sem  skipaðir eru til jafn langs tíma. Fulltrúar kennara skulu kosnir á  kennarafundi að hausti. Stjórn nemendafélagsins skipar fulltrúa  nemenda. 

    Úr reglum skólans:

    Sérstök úrskurðarnefnd fer með æðsta úrskurðarvald innan skólans í agamálum og í málum sem tengjast réttindum nemenda. Skipað er í nefndina sem viðbragð við málum sem  kunna að koma upp. Skólaráð tekur ákvörðun um virkjun úrskurðarnefndar hverju sinni, en það skal ávallt gert í meiriháttar málum er varða nemendur, t.d. ef vísa á nemanda úr skóla vegna agabrota. Í úrskurðarnefnd sitja þrír fulltrúar skólaráðs, tveir fulltrúar starfsmanna og kennara skipaðir á starfsmannafundi ásamt tveimur fulltrúum nemenda sem eru skipaðir af stjórn Kínema. Reynt skal að haga skipunum kennara og nemenda þannig að aðilar séu sem mest ótengdir málum sem til umfjöllunar eru.

    Nemendur njóta andmælaréttar í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Uni nemandi ekki niðurstöðum úrskurðarnefndar, getur hann skotið erindi sínu til stjórnar skólans. Uni nemandi ekki niðurstöðu stjórnar getur hann sent mál sitt til áfrýjunarnefndar Menntamálaráðuneytis.