Leikstjórn & framleiðsla Deild 1
Tveggja ára diplómanám í leikstjórn og framleiðslu kvikmynda.


Viltu láta verkin tala?
Tveggja ára diplómanám þjálfar nemendur í leikstjórn og framleiðslu á kvikmynduðu efni af fjölbreyttum toga.
Nemendur gera stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti og öðlast þannig dýrmæta reynslu á sem flestum sviðum fagsins.
Af hverju Leikstjórn & Framleiðsla
- Kvikmyndaskóli Íslands er verklegur skóli þar sem nemendur skrifa, framleiða, leika, klippa, vinna og leikstýra sínum eigin myndum meðan á náminu stendur. Allt skólahald snýst um kvikmyndagerð frá fyrstu mínútu til útskriftar. 
- Inntaka í skólann er á haustönn á hverju ári. 
- Aldrei eru teknir fleiri en 15 nýnemar í bekk. Séu bekkir fullir er hægt að skrá sig á biðlista. 
- Allir helstu kvikmyndagerðarmenn landsins kenna eða hafa kennt við skólann. Flestir þeirra eru með háskólapróf og menntun erlendis frá. Nemendum eru tryggð tengsl við reynslumikið fólk úr iðnaðinum. 
- Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli sem starfar með viðurkenningu Mennta- og barnamálaráðuneytisins. 
- Kvikmyndanám opnar ótal atvinnutækifæri að útskrift lokinni. Þessi menntun er eftirsótt hjá fyrirtækjum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Auk þess kjósa sumir að vinna sjálfstætt eftir útskrift og skapa eigin verkefni á eigin forsendum. 
- Ef þú hefur leiðtogahæfni, listræna taug og veist hvað þú vilt sjá, þá ættir þú að skoða nám í Leikstjórn og Framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands. 
- Kvikmyndaiðnaðurinn er í örum vexti. Nýjungar í myndmiðlun og sjónvarpi kalla á fagleg vinnubrögð og sérþekkingu. Með slíka menntun gefast þér fjölmörg tækifæri til að láta ljós þitt skína. 
- Það má læra kvikmyndagerð á ýmsa vegu en tveggja ára nám við KVÍ er fljótlegasta leiðin sem þú finnur til að ná tökum á faginu, finna þína styrkleika og byggja um leið upp öflugt tengslanet til framtíðar. 
- Eftir áratugi af bóknámi áttu skilið að komast í nám sem hjálpar þér að koma þínum eigin hugmyndum í framkvæmd. 
- Kvikmyndaskóli Íslands býður í dag heimsins besta grunnnám á sínu sérsviði; að taka við byrjendum í faginu, mennta í tvö ár og útskrifa sem fagfólk. 
Hæfniviðmið Deildar 1
- Þekking 
 1 Þekking og skilningur- Nemandi öðlist: - 1.1 Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á starfssviði leikstjórans. - 1.2 Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á framleiðslu kvikmynda. - 1.3 Þekkingu á grundvallarlögmálum handritsgerðar. - 1.4 Þekkingu á gerð margvíslegra kvikmyndaverkefna, auglýsinga, tónlistarmyndbanda, leikinna stuttmynda, sjónvarpsmynda, stúdíóþátta og heimildamynda. - 1.5 Þekkingu á eðli og gerð myndmálsins. - Leikni - 2 Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni: - 2.1 Í að stýra leikurum og samstarfsfólki á persónulegan og faglegan hátt. - 2.2 Og reynslu sem framleiðandi og framleiðslustjóri. - 2.3 Í skrifum á stuttmyndahandritum. - 2.4 Í vinnu við margvísleg kvikmyndaverkefni. - 2.5 Í því að miðla sögu og dramatík á sjónrænan hátt. - Hæfni 
 3 Nemandi öðlist hæfni til að:
 3.1 Vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki.- 3.2 Vinna sem skapandi framleiðandi og faglegur framleiðslustjóri í kvikmyndum. - 3.3 Finna og meta hugmyndir og vinna þær til fullbúins handrits. - 3.4 Vinna sem skapandi kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi á ýmsum tegundum kvikmyndaverka. - 3.5 Gera tilraunir á sviði listsköpunar. 
 3.6 Miðla flóknum frásögnum með myndrænum hætti.
- 1 ÞEKKING OG SKILNINGUR - NEMANDI ÖÐLIST: 
 1.1 Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á starfssviði leikstjórans.- 2 Hagnýt færni og leikni 
 2.1 Nemandi öðlist leikni í að stýra leikurum og öðru samstarfsfólki á faglegan hátt.- 3 Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni - 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki . 
- 1. Þekking og skilningur 
 1.1 Nemandi öðlist verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á framleiðslu kvikmynda.- 2. Hagnýt færni og leikni 
 2.1 Nemandi öðlist leikni og reynslu sem framleiðandi og framleiðslustjóri í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.- 3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni 
 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem skapandi framleiðandi og faglegur framleiðslustjóri í kvikmyndum.



