Kvikmyndaskóli Íslands stefnir enn á háskólastig

Yfirlýsing og greinargerð frá stjórn Kvikmyndaskóla Íslands þann 23. febrúar 2021

RÚV hefur birt fréttir af væntanlegri kvikmyndadeild við Listaháskóla Íslands. Samkvæmt skriflegu svari Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra til Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns og fyrirsvarsmanns Kvikmyndaskóla Íslands  þann 22. febrúar sl., þá breytir sú aðgerð engu gagnvart umsókn Kvikmyndaskólans um háskólaviðurkenningu og er nú unnið í ráðuneytinu að framgangi hennar.

 

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands fagnar samkeppni og óskar Listaháskóla Íslands alls hins besta í sinni kennslu.

 

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands telur eðlilegt að bregðast strax við breyttu landslagi í kvikmyndamenntun og hefur því falið Jóni Steinari að fá heimild ráðherra til að auglýsa nú þegar að skólinn sé í viðurkenningarferli til háskóla. Jafnframt hefur verið sett fram krafa um að ráðherra gefi skólanum skýra tímalínu varðandi afgreiðslu umsóknar um yfirfærslu á háskólastig.

 

Meðfylgjandi er greinargerð þar sem fjallað er nánar um væntanlega háskólayfirfærslu.

 

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands