Útskrift vetur 2021 - Kristján Pétur Jónsson, Leikstjórn og Framleiðsla

Kristján Pétur mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 18.desember bæstkomandi með mynd sína "Rakel : Saga um eymd"

Rakel er ung kona sem læsir sig inni í íbúð sinni eftir að hafa fengið slæmar fréttir. Streita myndast á milli hennar, mömmu hennar og kærasta sem bíða örvæntingafull fyrir utan hurðina.

Kristján Pétur útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu með mynd sína og fengum við að forvitnast eilítið um hann að því tilefni

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifun mín var þegar ég sá myndina "Star Wars Episode 1" Brellurnar í myndinni heilluðu mig sérstaklega og fór ég að pæla meira í kvikmyndagerðinni þegar ég horfði á kvikmyndir eftir það.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig við kvikmyndagerð hefur alltaf verið tilfinningarnar sem hægt er að búa til með mynd og hljóði, hversu mikið breytist eftir því hvar kameran er staðsett, hvaða litir koma fram, hvernig hreyfingar o.s.frv.

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég sótti upprunarlega um Handrit og Leikstjórn, en fékk að fara á Leikstjórn og Framleiðslu í staðinn út af ófyrirsjáanlegum aðstæðum. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa valið framleiðsluna.

Var eitthvað sem kom þér á óvart?

Það sem kom mér mest á óvart við námið er hvað ég myndi kynnast mörgu æðislegu fólki í náminu. Það kom mér líka á óvart hvað framleiðsla getur verið skemmtileg ef maður gerir það að sínu eigin.

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Þökk sé þessu námi lítur framtíðin vel út. Maður er aldrei búinn að læra og hlakka til að halda áfram að stunda kvikmyndagerð þar til ég anda síðasta andardráttinn.