Pálmi Heiðmann Birgisson

Pálmi Heiðmann Birgisson útskrifast frá Skapandi tækni með mynd sína “Djúpskyggni”

“Myndin fjallar um mann sem er að syrgja son sinn ári eftir að hann dó. Ungur maður byrjar að leigja neðri hæð af húsi mannsins. Báðir einstaklingar eru að glíma við mikla erfiðleika í lífinu án vitneskju hins aðilans. Eftir góð fyrstu kynni verður samband þeirra stirt og þeir sjá hvorn annan í réttu ljósi.”

Við fengum að forvitnast eilítið um ferð Pálma í átt að útskrift

 

“Áhuginn á kvikmyndagerð hefur í raun verið til staðar mun lengur en gerði mér grein fyrir. Ég byrjaði að gera sketsa í grunnskóla og síðan menntaskóla. En raunverulega langaði mig bara að læra á tæknina og Kvikmyndaskóli Íslands bauð upp á það. 

 

Ég hef mjög mikinn áhuga á tæknibúnaði. Ég vildi læra inn á allar deildir tækninnar. Klipp, hljóð, kameru o.s.frv. 

 

Námið er krefjandi og skemmtilegt á flestum sviðum. En það eitt að búa til stuttmynd er miklu meira maus en ég gerði mér grein fyrir.”

Og hvað ber framtíðin í skauti sér?

 

“Ég er á setti á íslenskri kvikmynd allan júní. Í framhaldi af því verð ég í nokkrum minni og skemmtilegum verkefnum. Markmiðið er að halda áfram að skapa sjálfur en líka að komast í krefjandi og skemmtileg verkefni.”