Les Arcs kvikmyndahátíðin og Ólöf Birna

Eins og kom fram áður, var Ólöf Birna Torfadóttir valin úr hópi umsækjenda til að fara á Les Arcs Film School Village í enda síðasta árs og fengum við hana til að segja okkur frá sinni mögnuðu upplifun

Ég og Bjarni Guðmundsson, einn af framleiðendum MyrkvaMynda, fengum það æðislega tækifæri að fara með myndina mína „Hvernig á að vera Klassa drusla“ eða „How to be a Classy Tramp“ á Les Arcs Film School Village síðast liðinn desemberÞvílík upplifun og ævintýri. Þetta var ótrúlega gaman, við lærðum heilan helling af þessu og svo er náttúrlega ótrúlega falleg þarna í frönsku ölpunum. Þetta var á tímabili eins og að vera í Whoville, inni í einhverju snjókorni langt frá raunveruleikanum. Eða eins og Thomas, annar umsjónamaður Film School Village sagði „It‘s a beautiful mixture between Disney land and The Shining.“Við komum á svæðið seint á opnunarkvöldinu, við vorum held ég síðust til að mæta af öllum þátttakendum. Suzy og Thomas tóku á móti okkur en þau eru umsjónarmenn, stjórnendur Film School Village. Æðislegt, topp fólk, síbrosandi og ekkert nema hjálpsemin út í eittDaginn eftir hittumst við öll með Suzy og Thomas og fórum yfir dagskránna sem var framundan og strax eftir hádegið byrjuðu einka fundirnir. Þá fengum við öll úthlutuð borð með nafninu á verkefninu okkar á borðinu. Framleiðendur, sölufulltrúar og aðrir sem höfðu áhuga gengu svo á milli borða. Hver fundur var 30 mínútur og á milli var dinglað stórri kúabjölluFyrsti fundurinn gekk ótrúlega vel og setti okkur alveg í gírinn. Auðvitað var maður stressaður til að byrja með og eiginlega fyrir hvern einasta fund en þegar hann byrjar þá verður maður bara að halda áfram. Áður en við fórum út var ég beðin um að setja tvær stuttmyndir eftir mig inn á Festival Sco Pro þar sem bæði framleiðendur og aðrir þátttakendur gátu horft ef þeir hefðu áhuga og einmitt sá sem við hittum fyrst hafði horft á „Síðasta sumar“, útskriftarmyndina mína úr Kvikmyndaskólanum, og byrjaði strax að tala út frá henni og þess vegna vildi hann koma og funda með okkur. Þvílíkt orkuskot sem það var að heyra það á fyrsta fundinumDaginn eftir hittum við tónskáldið okkar. En Film School Village hefur verið með ákvena dagskrá síðustu árin þar sem leikstjórar eru settir í samband við tónskáld nokkrum vikum fyrir Festivalið. Þetta fannst mér ótrúlega sniðugt. Þau töluðu um að oft þegar fólk gerir bíó þá gleymist tónlistin svolítið þar til í enda ferlisins en hún er svo stór partur af myndinni samt. Bíómynd væri ekki sú sama án réttrar tónlistar. Ég mun klárlega tileinka mér þetta framvegis í skrifum að byrja strax að pæla í tónlist og geta þá séð senurnar sterkara fyrir mér og skrifað í takt við þaðEn þarna þegar ég er sett í samband við mitt tómskáld, David Piérre, þá var ég ekkert byrjuð að pæla í tónlist fyrir myndina. En ég sendi honum einhverja reffa og pælingar sem hann vann svo út frá. Svo hittumst við á Festivalinu og fengum að heyra nokkur demo og Guð minn góður hvað þessi gaur er með allt á hreinu í lífinu. Ég var í skýjunum! Ég leit á Bjarna og sagði orðrétt „He just gets me dude“. Ég vissi strax að ég vildi vinna með honum áfram við myndina. Það sem er ennþá betra er að hann var svo ótrúlega spenntur fyrir því líka því þetta er hans drauma tegund af tónlist til að gera og þar með var það ákveðið. Hann er tónskáldið fyrir “Hvernig á að vera klassa drusla”Risa plús í viðbót sem ég frétti frá Suzy eftir að ég sagði henni frá þessu. Ef áframhaldandi samstarf á sér stað milli leikstjóra og tónskálds við verkefnið þá áttu rétt á að sækja um í sjóð út frá festivalinu upp að 5000 evrum sem færi þá uppí kostnað við tónsmíðina. Sem er geggjaðVið kynntumst frábæru fólki sem var líka í Film School Village og hópurinn klikkaði svo vel saman að það var erfitt að kveðja. En við höldum ennþá sambandi og hver veit nema það leiði í einhver framtíðar verkefni saman.Ég lærði alveg heilan helling af þessu. Hef náttúrulega aldrei gert neitt þessu líkt áður en þetta var þvílík reynsla. Kenndi manni að vera á tánum allan tíman og vera undirbúin undir hvað sem er og hvaða spurningar sem er. Þetta er rosaleg reynsla og maður var stanslaust að reyna að bæta sig og gera betur eftir hvern fund. Sem sýnir kannski það að maður lærir einhvern veginn aldrei hið fullkomna pitch, heldur er maður alltaf að endurlæra að gera pitchið gottÉg er Kvikmyndaskólanum endalaust þakklát fyrir að hafa valið mig til að fara. Í heildina gekk mjög vel og margir sem höfðu mikinn áhuga og trú á verkefninu. Ég er mjög bjartsýn á framhaldið og trúi því að það verði klárlega einhverskonar samstarf úr þessu við gerð myndarinnarMitt ráð til þeirra sem fara næst er bara að halda áfram. Ekki missa móðin þótt þér finnist sumir fundir ekki ganga eins vel, af því það gerist alveg inná milli. Ég og Bjarni vorum stanslaust og laga og bæta pitchið á milli funda, finna hvað virkar og hvað ekki. Svo er líka svo mismundandi hvað hver og einn er að leita af. Reyna að lesa hvað það er sem þeir leita af og kynna síðan út frá því afhverju þín mynd er þá algerlega málið fyrir þá. Það er kannski það helsta sem ég lærði af þessu. Þetta er svolítið mikil sölumennska. En umfram allt annað skaltu hafa trú á því sem þú gerir því ef hjartað þitt er í þessu þá mun það algjörlega skína í gegn

Les Arcs

Les Arcs

Les Arcs

Les Arcs

Les Arcs

Les Arcs

Les Arcs