Lára Kristín Margrétar-Óskarsdóttir - Leiklist

Hún Lára mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Holan”

Kona er týnd í súrrealískri auðn, gengur ein í leit að einhverju sem hún veit ekki hvað er. Tómið drífur hana áfram, tilfinningin að eitthvað vanti, holan í maganum. Aðalpersóna sem veit ekki hvar hún er, áhorfendur sem vita ekki hvað er að gerast og stuttmynd sem veit ekki alveg hvað hún er

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fór á teiknimynd í Regnboganum. Ég og pabbi munum ekki hvaða mynd það var en í henni var köttur, hænsnabú, bóndi með lítil kringlótt gleraugu og refur: Allt sem þarf fyrir spennandi bíóupplifun.

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Of mikið, hvað kvikmyndir geta miðlað upplýsingum á fallegan og skilvirkan hátt - og hvað þær geta haft mikil áhrif á okkur.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Að ég varð rauð í framan og fór næstum því að grenja úr stressi þegar ég þurfti að syngja fyrir framan fjóra bekkjarfélaga, nokkrum mánuðum síðar söng ég á sviðinu í Iðnó. Og hvað allir með mér í skólanum voru sæt og klár og hugmyndarík.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Það veit enginn, en ég ætla að flytja út í sveit og dunda mér eitthvað þar.