Einvalalið kennara í Kvikmyndaskóla Íslands

Á haustönn 2022 í Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) er einvala lið kennara að tryggja að nemendur fái afbragðs menntun til að íslenskur kvikmyndaiðnaður haldi áfram að blómstra

Jón Atli Jónasson
Þórunn Erna Clausen

Nemendur sem eru útskrifaðir frá KVÍ eru risastór hluti íslensks kvikmyndaiðnaðar. Á venjulegu ári fylla útskrifaðir nemendur úr KVÍ allt að 30% starfsheita í kreditlistum íslenskra bíómynda. Niðurstöður kannana hafa sýnt að 96% nemenda spreyta sig í faginu að námi loknu og um 40% þeirra sem útskrifast fá strax störf og vinna allan tímann við kvikmyndagerð að námi loknu

Helga Rakel Rafnsdóttir

Um hundrað nemendur eru á haustönn 2022 í KVÍ og til að leiðbeina þeim eru árangursríkustu kvikmyndagerðar- og listamenn landsins. Þeirra á meðal eru Marsibil Sæmundsdóttir, Teitur Guðmundsson, Hilmar Oddsson, Logi Hilmarsson, Arnar Már, Baldvin Albertsson, Arnar Benjamín, Vera Sölvadóttir, Lee Lorenzo Lynch, Brúsi Ólafsson, Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Olaf de Fleur, Friðrik Þór Friðriksson, Tania Katzan, Helga Rakel Rafnsdóttir, Björn Ófeigsson, Gísli Magnús, Davíð A. Corno, Pétur Eggertsson, Bogi Reynisson, Rollin Hunt, Eva Lind, Atli Þór Einarsson, Heiðar Sumarliðason, Kjartan Kjartansson, Elvar Gunnarsson, Jón Atli Jónasson, Gunnar B. Guðmundsson, Tinna Ágústsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Þórunn Erna Clausen, Pálmi Sigurhjartarsson, Rúnar Guðbrandsson, Sigrún Gylfadóttir, Tinna Pálmadóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir, Arna Magnea Danks, Þorsteinn Bachmann, Jói Jóhannesson, Jóel Sæmundsson, Rut Sigurðardóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Curver Thoroddsen. Allt saman hámenntaðir og/eða margverðlaunaðir listamenn, sérfræðingar í sínu fagi.

Curver Thoroddsen