Vefsíða Kvikmyndaskóla Íslands tilnefnd til verðlauna

Árlega fagnar vefiðnaðurinn á Íslandi vel unnum störfum á síðasta ári og verðlaunar þá sem þykja hafa skarað fram úr í þeim málaflokki.

Í dag tilkynntu Samtök vefiðnaðarins (SVEF) tilnefningar í mismunandi flokkum. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að nýr vefur Kvikmyndaskóla Íslands er ein af fimm efstu vefsíðum í flokki fyrirtækjavef ársins.

Til hamingju allir sem komu að gerð heimasíðunnar. Nú bíðum við spennt eftir úrslitum.