Útskriftarsýning Kvikmyndaskóla Íslands

Útskriftarsýning verður þann 19.febrúar í Laugarásbíó

Nemendur okkar hafa lagt hart að sér, í bæði furðulegum og erfiðum aðstæðum, við að klára sínar útskriftar myndir, en sem betur fer hefur þeim tekist að yfirstíga hindranir og fáum við nú að njóta þeirra.

Því miður, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, er eingöngu um boðssýningu að ræða, en við vonum nú að sem flestir geti fengið að njóta afrakstursins á komandi misserum.

Myndir sem sýndar verða eru :

"Oddur Örn - Maðurinn sem sigraði hvalinn" eftir Arnfinn Daníelsson

"Og ég man" eftir Ástrós Lind Eyfjörð Halldórudóttur

"It's Her" eftir Gunnar Örn Blöndal og Rósu Vilhjálmsdóttur

"Úr haga í hendur" eftir Þurý Báru Birgisdóttur 

"Þörungar" eftir Heklu Sólveigu Gísladóttur 

"Hik" eftir Maria de Araceli Quintana

"Tveir fuglar" eftir Maríu Sigríði Halldórsdóttur

"Dimmviðri" eftir Sigurgeir Jónsson