Útskriftarmyndir Leiklistar verða sýndar í kvöld

Sýndar verða útskriftarmyndir nemenda Leiklistar í kvöld kl.18:00 í Laugarásbíó og eru allir velkomnir að koma og njóta með okkur

“Hvíta teppið” - Agla Þóra Þórarinsdóttir

Bríet er að upplifa atburði sem hafa gerst í alvörunni, eða eru að gerast, í hausnum á sér

“Hrafninn” - Bragi Örn Ingólfsson

Myndinn fjallar um strák sem þarf að kljást við sinn innri djöfull, en ákveður frekar að forðast hann með því að spila LARP (Live Action Role Play). En hvað gerist þegar innri djöfullinn finnur hann þar? Getur hann mætt honum?

“Heilsulind 5” - Gunnar Bjarki Baldvinsson

Bergur lifir í heimi þar sem heilsufarskrísa hefur gengið yfir. Ríkisstjórnin hefur tekið á það ráð að allir íbúar eigi að hreyfa sig og halda sér í formi, yfirvald ríkisstjórnarinnar verðlaunar þá sem standa sig vel. Bergur er staðráðin í því að standa sig vel fyrir yfirvaldið. Bergur á einnig í harðri samkeppni við bróður sinn um hver verður verðlaunaður fyrst

“Prinsipesa” - Kolka Heimisdóttir

Júlíu er boðið óvænt í matarboð til fjölskyldu sinnar sem hún er í litlu sambandi við. Faðir hennar er einn ríkasti maður landsins og hann tilkynnir börnunum sínum að hann sé dauðvona. 

Faðir þeirra hvetur þau til að syrgja ekki og í staðinn fara þau í páskaeggjaleit. Fljótlega fer börnunum að gruna að leikurinn snúist um eitthvað meira en páskaegg og ekki líður á löngu þar til börnin fara að sýna sín réttu andlit þegar þeim grunar að arfurinn sé í húfi

"Harðfiskur" - Sigfús Snævar Jónsson

Í heimi þar sem lítið er eftir að fólki eftir náttúruhamfarir nýtir Högni sér gamlar íslenskar hefðir til að lifa af. Hann hefur náð að halda sér á lífi í alllangan tíma með þessum úrræðum. Það verður hins vegar breyting í lífi hans eftir að 12 ára stelpa stelur af honum fisk

"Sea" - Sigurður Edgar Andersen

Saga um kærleika og hvernig hann lifir innra með okkur í gegnum lífið og áfram

"Vera" - Valerie Ósk Elenudóttir

Myndin fjallar um unga konu sem missir móður sína skyndilega og nú á hún ekki annarra kosta völ en að horfast í augu við erfiðleikana í samskiptum við stjúpföður sinn

HÉR er hægt að melda sig á viðburðinn