Útskriftarhelgin að lokum komin

Nú er að lokum komin það sem verður að teljast mikilvægasta helgi skólans á hverju misseri, útskriftarhelgin. Á föstudaginn voru myndirnar sýndar í Laugarásbíó og á laugardaginn fór útskriftin formlega fram. Því miður neyddust nemar til að hinkra fram yfir áramótin síðustu vegna Covid, en þau fengu loks að njóta afrakstur námsins með virktum þessa helgina.

Verðlaun voru afhent fyrir bestu myndir í eftirfarandi flokkum ;

Besta mynd frá Skapandi Tækni - "It's her" eftir Rósu Vilhjálmsdóttur og Gunnar Örn Blöndal

Umsögn dómnefndar :

"Kómísk og vönduð mynd sem hæfir vel stuttmyndaforminu. Kvikmyndataka er örugg og vinklar oft áhugaverðir. Klipping er áreynslulaus og ágætt flæði er í framvindu.  Frammistaða leikhóps er sannfærandi og vekur spennu á köflum. "

Besta mynd frá Leiklist - "Oddur Örn:  Maðurinn sem sigraði hvalinn" eftir Arnfinn Daníelsson

Umsögn dómnefndar :

"Áhugaverð og öðruvísi mynd þar sem aðstæður og efnistök krefja leikara og þátttakendur um svör við því hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga til að ná takmörkum sínum og hvar mörkin liggja milli listrænnar tjáningar og raunveruleikans. Næmur, kraftmikill og sannfærandi leikur hjá aðalleikara, allur leikhópurinn er þéttur og túlkun á aðstæðum bæði trúverðug og spennandi. Sannkölluð „ensemble“-mynd þar sem allir fá að njóta sín.

Besta myndin, "Bjarkann", hlaut "Dimmviðri" eftir Sigurgeir Jónsson

Umsögn dómnefndar :

"Fagmannlega gerð mynd úr íslenskum raunveruleika. Leikur til fyrirmyndar, einkar trúverðug stemning milli vinnufélaga og bræðra. Kvikmyndataka, lýsing, hljóð og önnur tæknivinnsla mjög góð.  Handrit höfundar er sannfærandi og leikstjórn örugg. "

Athöfnin gekk vel og höldum við að það sé óhætt að segja að allir hafi farið sáttir út í spennandi framtíðina