Útskrift Vor 2022 - Stefán Arnar Alexandersson, Skapandi Tækni

Stefán Arnar Alexandersson mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Prinsipesa”

Júlíu er boðið óvænt í matarboð til fjölskyldu sinnar sem hún er í litlu sambandi við.

Faðir hennar er einn ríkasti maður landsins og hann tilkynnir börnunum sínum að hann sé dauðvona. Hann hvetur þau til að syrgja ekki og í staðinn fara þau í páskaeggjaleit. Fljótlega fer börnunum að gruna að leikurinn snúist um eitthvað meira en páskaegg og ekki líður á löngu þar til börnin fara að sýna sín réttu andlit þegar þeim grunar að arfurinn sé í húfi

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Eftirminnilegast finnst mér þegar ég fór á “Fellowship of the Ring” í bíó í fyrsta skiptið. Vissi ekkert hvaða mynd þetta var og við hverju átti að búast en þegar að myndin var búin hlupum ég og vinirnir beint út og fórum að endurleika bardagan í Moria á steinunum við Laugarásbíó

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Hversu skemmtilegt og skapandi samstarf þetta er allt. Frá fæðingu hugmyndarinnar og alveg þangað til að myndin er sýnd í bíó er maður að kasta boltanum á milli og fá hugmyndir úr öllum áttum

Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

Var lengi vel aðallega að pæla í handrita braut en bæði kvikmyndataka og klipping fannst mér svo heillandi að ég ákvað að skella mér á Skapandi Tækni og sé alls ekki eftir því

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Hversu sjúklega tímafrekt þetta er allt. Er búinn að þurfa að nánast búa upp í skóla síðustu 2 ár haha

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Langþráð hvíld eftir útskrift en svo bara allt opið. Vonandi komast á einhver sett sem fyrst eða skjóta eitthvað fyrir sjálfan mig eða aðra