Útskrift Vor 2022 - Kolka Heimisdóttir, Leiklist

Kolka mun útskrifast frá Leiklist þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Prinsipesa”

Júlíu er boðið óvænt í matarboð til fjölskyldu sinnar sem hún er í litlu sambandi við

Faðir hennar er einn ríkasti maður landsins og hann tilkynnir börnunum sínum að hann sé dauðvona. 

Faðir þeirra hvetur þau til að syrgja ekki og í staðinn fara þau í páskaeggjaleit. Fljótlega fer börnunum að gruna að leikurinn snúist um eitthvað meira en páskaegg og ekki líður á löngu þar til börnin fara að sýna sín réttu andlit þegar þeim grunar að arfurinn sé í húfi

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Ég fór á Nemó með afa mínum í bíó þegar ég var 3 ára og hann spurði mig á mínútu fresti hvort ég væri hrædd eða vildi fara út. Fékk nóg af nammi samt

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Mjög margt- þetta er eiginlega allt skemmtilegt… og erfitt. En kannski er það bara það erfiða sem er svona skemmtilegt. Hver veit, amk ekki ég

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Ég hef alltaf verið lítil leiklistar padda þannig að leiklistin var augljóst val fyrir mig

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hversu gríðarlega erfitt og tímafrekt þetta nám er, ég meina ég bý bara upp í skóla.... já og kattarkeðjan

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Ekki hugmynd, vonandi er hún björt og vonandi er frí í kortunum