Útskrift Vetur 2022 - Runólfur Gylfason, Handrit og Leikstjórn

Runólfur Gylfason útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína “Guði Sé Lof”

Í afköstum stríðs eftir fall samfélagsins býr þriggja manna fjölskylda í byrgi. Kolfinna, einstæð móðir, sér fyrir og bannar börnunum sínum að stíga út fyrir heimili þeirra. Rétt fyrir jól slasast Kolfinna alvarlega svo sonur hennar Ragnar ákveður að taka málin í eigin hendur til að bjarga jólunum fyrir litlu systur sína

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir? 

Fyrsta mikilvæga kvikmynda upplifun mín var í gömlu keiluhöllinni, stutt sena úr japanskri teiknimynd spilaðist á stiga skjáunum til skiptis og ég var gjörsamlega hugfanginn. Eftir það varð ég að finna út hver myndin væri og urðu kvikmyndir þá mikilvægasti parturinn af mínu lífi. Árum seinna komst ég að því hvað myndin hét og enn þann dag í dag er “Princess Mononoke” uppáhalds myndin mín.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð? 

Það eru svona andartök eins og ég nefndi sem eru svo heillandi við kvikmyndagerð, að geta gripið einstakling á svipstundu og látið hann upplifa eitthvað gífurlegt á sekúndubroti.

 

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu? 

Ég valdi Handrit og Leikstjórn af því mér finnst gaman að segja sögur og eins og þegar ég var lítill, vil ég vekja sömu undrunar tilfinningar og ég fann þá, ég vil deila upplifun minni á heiminum.

 

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu? 

Það kom mér gífurlega á óvart hvað maður kynnist mikið af fólki og framtíðar vinum í skólanum, ég gæti ekki verið þakklátari fyrir námið og fólkið sem ég hef kynnst.

 

Hvernig lítur svo framtíðin út? 

Það er bara eitt eftir að útskrift lokinni… halda áfram að skrifa og segja sögur, gera endalaust bíó.