Útskrift Vetur 2022 - Leví Baltasar Jóhannesson, Skapandi Tækni

Leví Baltasar Jóhannesson mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína “Hvað Ef ?”

Tveir handritshöfundar þurfa að koma með hugmynd að kvikmynd áður en þeir fara á fund með "stjóranum". Í stað þess að þeir segi okkur frá sögunum, fáum við að sjá þær.

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifun mín sem ég man eftir er örugglega að horfa á Cars ca. 1000 sinnum.

 

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er hvernig maður getur vakið tilfinningar í fólki á mismunandi hátt.

 

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég fór í Skapandi Tækni vegna þess að ég hef alltaf verið tæknilegur og hef alltaf verið að gera myndbönd með vinum mínum og vildi bara taka það á næsta “level”.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það sem kom mér á óvart við námið er hversu mikla tengingu í bransann maður fær.

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Þegar ég er búinn að útskrifast fer ég bara aftur að vinna.