Útskrift Vetur 2022 - Karim Birimumaso, Leiklist

Karim Birimumaso útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Það var minn draumur”

Mynd hans er byggð á sannri sögu hans og Karim hefur trú á því að mynd hans muni opna augu fólks í Afríku fyrir þöggunar fjölmiðlun og sýna þeim hvernig þau hafa sett líf sitt í hættu.

Hver er fyrsta leiklistar upplifunin sem þú manst eftir? 

Allt frá því ég var lítill strákur hef ég notið þess að horfa á kvikmyndir og frá 7 ára aldri lék ég í leikritum settum upp af kirkju bæjarins. 

 

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð? 

Sumir segja sögur með því að skrifa bækur, sumir með því að syngja lög. Ég segi sögur með því að búa til kvikmyndir og það heillar mig. 

 

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu? 

Ég kem frá Úganda og kom hingað til Íslands árið 2010 með draum um að verða leikari. Árið 2017 rakst ég á vin minn sem var ný útskrifaður frá Kvikmyndaskólanum og kynnti mig fyrir honum, en ég hafði ekki verið hérna nógu lengi til að fá námslán þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari, en er nú loks að útskrifast. 

 

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu? 

Það kom mér á óvart hversu mikil áhrif námið hafði á hæfileika minn til að læra handrit og skapa persónu frá grunni. Fyrir námið taldi ég mig góðan leikara, en eftir námið átta ég mig á hversu mikla hæfileika ég hef þróað áfram og er svo þakklátur fyrir þetta tækifæri. 

 

Hvernig lítur svo framtíðin út? 

Framtíðin mín er verulega björt og ég get séð ennþá lengra fram í tímann, ég get séð draum minn rætast og ég á mér stóran draum. Að fara aftur til Úganda með mitt nám og byggja skóla fyrir unga, hæfileikaríka leikara svo þeir fái tækifæri til að sýna hvað Guð hefur gefið þeim. Og ég sé mig líka koma sterkan inn í íslenskan kvikmyndaiðnað og erlendan líka.