Útskrift vetur 2021 - Hannes Einar Einarsson, Skapandi Tækni

Þann 18.desember næstkomandi mun Hannes Einar Einarsson útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína "Kaflaskipti" sem hann gerði ásamt Ernu Soffíu Einarsdóttur frá Leikstjórn og Framleiðslu

“Kaflaskipti” er um unga konu sem lifir frekar viðburðalitlu lífi en lætur til leiðast að fara á djammið til að hitta bestu vinkonu sína og kunningja hennar. Þar kynnist hún manni sem virðist vera allur pakkinn. Hann er kurteis, fyndinn og myndarlegur — gæti hann verið “the one”?