“\u00datskrifa\u00f0ist me\u00f0 \u00feekkingu sem \u00e9g mun svo sannarlega n\u00fdta m\u00e9r”

Svanur Pálsson, nýútskrifaður úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands segir okkur frá náminu og hvað honum finnst það hafa gert fyrir sig.

Heilt á litið var tíminn fljótur  að líða í náminu, en ég útskrifaðist með þekkingu sem ég mun svo sannarlega nýta mér í framtíðinni. Ég fékk mikla innsýn inn í listina sem liggur á bakvið kvikmyndagerð og mikilvægi samvinnu. Listaverkið kvikmynd er sem mjög flókið málverk, margir misþykkir penslavopnaðir málarar mála á misstóran striga.

Svanur segir að Kvikmyndaskólinn hafi  að geyma mjög gott starfsfólk sem sjái manni fyrir fjölbreytilegu og fræðandi námi.

Ég fékk að kynnast listsköpun á ýmsum sviðum, lagði fyrir mig leiklistarnám og fékk að skyggjast inn í hugfangandi heim leiktækninnar, raddarinnar, líkamans og listasögunnar sem kom okkur hingað. En ég tók með mér miklar tækniframfarir í eftirvinnslu og lærði uppbyggingu á söguformum kvikmynda sem smitast inn í allt annað. Það er frábært og auðvelt að læra í hverri af deildum KVÍ ef maður gefur því smá ást.

Svanur  vonast til að ná að þróast áfram sem leikari og ná framförum í sínum helstu veikleikum. Þaðan segir hann alla vegi  mögulega enda sé hann að vestan.  En ef hann vill takast á við veikleika sína, hverjir eru þá helstu styrkleikarnir?

Að geta skoðað hlutina frá sjónarhorni annarra. Listin er eins og töfraheimur þar sem ótrúlegir hlutir gerast, það að geta slakað á í augnablikinu er einn eiginleiki sem ég hef þróað með mér í náminu og held áfram að vinna með ásamt öðru.Mér hefur alltaf þótt auðvelt að mæta fólki með réttvísi og vera þakklátur fyrir allt sem er.

Svanur bætir við að það sé  margt sem hreyfi við sér.

Ef ekki allt sem ég veit, knattspyrna, pólitík, hið veraldlega, hið andlega, listsköpun, manneskjur og helstu menningarkimar samfélagsins sem er einn þyrnafullur en jafnframt blómlegur garður.