Nemendur KVÍ með öll verðlaun á hátíð Örvarpsins

Í gær voru tilkynntir verðlaunahafar Örvarpsins og var það Eyþór Jóvinsson sem hlaut Örvarpann 2016 fyrir mynd sína Amma. Eyþór er nemandi úr Handrit/Leikstjórn.

Útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands voru einnig sigursælir á verðlaunahátíð Örvarpans í Bíó Paradís því Atli Þór Einarsson, útskrifaður úr Leikstjórn/Framleiðslu  hlaut sérstök hvatningarverðlaun fyrir myndina Von og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson, sem er úskrifaður úr Skapandi tækni varð hlutskörpust í kosningu áhorfenda.

Það er ekki amaleg frammistaða hjá nemendum skólans að krækja þannig í öll verðlaun hátíðarinnar og óskar skólinn þeim að sjálfsögðu til hamingju með þennan einstaka árangur.