Unnið með atvinnu leikurum og árshátíð á næsta leiti

Leikstjórn og Framleiðsla

Nemendur á fyrstu önn Leikstjórnar og Framleiðslu sátu kúrs með fagstjóra Leikstjórnar, Hilmari Oddsyni (Tár úr Steini) í myndrænni frásögn þar sem þau leikstýrðu æfingarverkefni ásamt því að byrja undirbúning að lokaverkefni annarinnar sem er 7 mínútna stuttmynd með engu tali. Nemendur á 2.önn luku námskeiði í Leikstjórn með Berki Gunnarssyni (Þetta Reddast) þar sem þau leikstýrðu bæði nemendum úr leiklist ásamt atvinnuleikurum og sátu námskeið í handritsgerð með Hrafnkeli Stefánssyni (Borgríki). Nemendur á 4.önn tóku handritsnámskeið í leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) og unnu að undirbúningi útskriftarmyndar sinnar.

Skapandi Tækni

Nemendur á 1.önn hófu námskeið í hljóðvinnslu með fagstjóra hljóðs, Kjartani Kjartanssyni (101 Reykjavík), ásamt því að byrja undirbúning að lokaverkefni annarinnar sem er 7 mínútna stuttmynd með engu tali. Nemendur á 2.önn unnu sátu klippinámskeið með fagstjóra klippingar Davíð Alexander Corno (Kona fer í stríð). Nemendur á 3.önn eyddu vikunni í tökum, þar sem hvert og eitt þeirra skaut heimildarmynd undir leiðsögn Björns Ófeigsson (Latibær). Nemendur á 4.önn sátu kúrs í framleiðslu með Arnar Benjamín (A Reykjavik Porno) og kvikmyndatöku með Bjarna Felix Bjarnarssyni (Borgríki) þar sem þeir undirbjuggu tökur fyrir útskriftarmyndina sína. 

Handrit og Leikstjórn 

Nemendur á 2.önn luku námskeiði í Leikstjórn með Berki Gunnarssyni (Þetta Reddast) þar sem þau leikstýrðu bæði nemendum úr leiklist ásamt atvinnuleikurum og sátu við endurskriftir að “pilot” sjónvarpsþætti  undir leiðsögn Daggar Mósesdóttur (Me & Bobby Fischer). Nemendur á 4.önn sátu handritsnámskeið undir leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) ásamt því að vinna að endurskriftum að handriti í fullri lengd, undir leiðsögn Hrafnkels Stefánssonar (Borgríki) sem þeir hafa verið að vinna í síðan á fyrstu önn.

Leiklist

Nemendur á 1.önn hófu námskeið í Leiktækni með Rúnar Guðbrandssyni (Svartur á Leik), námskeið í Raddtækni með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes) og Leik og hreyfingu með Guðmundi Elíasi Knudsen, ásamt því að byrja undirbúning að lokaverkefni annarinnar sem er 7 mínútna stuttmynd með engu tali. Nemendur á 2.önn luku raddþjálfunar námskeið með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes), með glæsilegri kynningu, og sátu kúrs í Leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik). Nemendur 3.annar var leikstýrt af nemendum 2.annar í Leikstjórn, þar sem þau léku á móti atvinnuleikurum ásamt því vinna í Leiktækni undir leiðsögn Hannes Óla Ágústssonar (Málmhaus). Nemendur á 4.önn sátu námskeið í gerð dansmyndbands undir leiðsögn Kolbrúnar Önnu Björnsdóttur (Svartir Englar) og Rut Hermannsdóttur, námskeið í gerð showreel, æfingar fyrir áheyrnarprufur og námskeið með Árna Beinteinssyni í talsetningu.

Vikan svo endaði að venju með kvikmyndasögu í Bíó Paradís.

Árshátíð Kínema er á föstudaginn 28.febrúar og er síðasta tækifærið til að kaupa miða á hana er á miðvikudaginn, 26.febrúar.