Útskrift vetur 2021 - Þorsteinn Sturla Gunnarsson, Handrit og Leikstjórn

Þann 18.desemer næstkomandi mun Þorsteinn Sturla Gunnarsson útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína "Dauðaþögn"

Ung kona á erfitt með að takast á við andlát unnusta síns. Hún gengur í gegnum lífið eins og draugur og hefur einangrað sig frá öllum. Eina nótt byrjar hana þó að gruna að hún sé ekki jafn ein og hún hélt.

Við þetta tilefni fengum við að spyrja Þorstein nokkurra spurninga

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú mannst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifunin sem ég man eftir var þegar eldri systir mín sýndi mér ‘Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring’ þegar ég var þriggja ára. Sú mynd kveikti kvikmynda áhugann og er ennþá uppáhalds myndin mín í dag.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Að búa til eitthvað sem vekur upp tilfinningar hjá áhorfendum.

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Að vera höfundur verka hefur alltaf heillað mig mest, og því var Handrit og Leikstjórn augljóst val.

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðin inniheldur vonandi framhaldsnám erlendis ef allt heppnast vel.