Tíu nemendur útskrifuðust úr Kvikmyndaskóla Íslands í dag

Í dag útskrifuðust tíu nemendur við hátíðlega athöfn úr Kvikmyndaskóla Íslands í Bíó Paradís.
Kynnir var Þorsteinn Bachmann en þeir félagar Ásgeir Logi Axelson og Ragnar Ingi Magnússon sem útskrifðust úr Skapandi tækni  fengu verðlaun fyrir bestu myndina. Verðlaunin fengu þeir fyrir mynd sína Himinn og Jörð en það  var ekki eini heiðurinn sem þeim félögum hlotnaðist í dag því þeir hrepptu að auki Bjarkann; verðlaun fyrir bestu mynd.
Bolli Már Bjarnason fékk verðlaun fyrir bestu mynd í leiklistardeild en mynd hans heitir Hvítt framboð. Þá hlaut Knútur Haukstein Ólafsson í leiklistardeild  viðurkenningu fyrir besta námsárangur og ástundun.
Kvikmyndaskóli Íslands óskar öllum útskriftarnemum til hamingju með metnaðarfullar útksriftarmyndir og áfangann í heild.

vefur 1

Vefur 2

IMG_9512

Vefur 3

vefur 4