Útskriftarmyndir Leikstjórnar og Framleiðslu verða sýndar í kvöld

Sýndar verða útskriftarmyndir nemenda Leikstjórnar og Framleiðslu í kvöld kl.18:00 í Laugarásbíó og eru allir velkomnir að koma og njóta með okkur

“Brotin” - Bergrún Huld Arnarsdóttir

Kona sem missir strákinn sinn og á erfitt með að koma undir sig fótunum aftur. Í stað þess að sætta sig við að hún eigi erfitt kemur hún vandamálum sínum yfir á dóttur sína sem myndar erfitt samband á milli þeirra

“Myrkur” - Davíð Orri Arnarsson

 

Myrkur er stuttmynd sem gerist í skáldskapar heimi SCP.

Í þessari tilteknu sögu fylgjumst við með 2 rekstraraðilum hernaðardeildar samtakanna þegar þeir reyna að tryggja og hemja frávik sem uppgötvast hefur í gömlu yfirgefnu SCP-varðstöðinni sem er staðsett í litlum bæ sem heitir Akranes á Íslandi.

"Mitt litla skjól" - Drómi Ómar Hauksson

Myndin gerist á smárri bæjarhátíð Grundarfjarðar þegar Logi, einhverfur strákur með lítið sjálfsmat, býður nýaðfluttri stelpu á tónleika sem eru samdægurs. Í gegnum myndina er hann að ákveða hvort sé betra að vera hann sjálfur eða leika það sem samfélagið vil að hann sé

“Dóttir” - Erna Ísabella Bragadóttir

Sjónarhorn föður á dóttur sína sem er í ofbeldissambandi án hans vitundar. Hvers vegna leitar hún í ofbeldisfull sambönd? Er tenging?

Föðurímynd er afar mikilvæg.

Er hægt að taka þátt í ofbeldisfullri hegðun án þess að maður viti af því?

“Hlemmur Mathöll” - Óli Hjörtur Ólafsson

Fylgst með lífi fólks innan sem og fyrir utan Hlemm Mathöll

HÉR er hægt að melda sig á viðburðinn á Facebook