Svanhildur Helgadóttir - Skapandi Tækni

Svanhildur mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Einhyrningur”

Í heimi sem er heltekinn af útliti týnir Vera sér í leit af fegurð og viðurkenningu

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrstu myndirnar sem ég man vel eftir og sitja alltaf í mér eru “Kirikou”, “The Cat Returns” og “Spirited Away”

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það heillar mig hversu fjölbreytt hún er.

-Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

Ég valdi tækni þar sem ég hef áhuga á klippingu í kvikmyndagerð.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hversu mikið við fengum að kynnast öllum deildunum; handrit, leikstjórn, framleiðslu og leiklist. Maður fær innsýn í alla þætti kvikmyndagerðar.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég er að íhuga marga valkosti.