Stuttmyndagerð fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri. 4-18. ágúst

Dagana 4.-18. ágúst verður WIFT á Íslandi í samstarfi við Kvikmyndaskóla Íslands og RIFF með sumarnámskeið í stuttmyndagerð fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri. Þátttakendum verður skipt í tvo aldurshópa, 15-17 ára  og 18-20 ára en námskeiðið er haldið til að bregðast  við skýrslu menntamálaráðherra, úttekt á stöðu kynja og þátttöku í félagslífi framhaldsskólanema.

„Þar kom m.a. fram að myndbandaklúbbar framhaldsskólanna eru í langflestum tilvikum fullskipaðir strákum sem framleiða myndbönd sem eru oftar en ekki mjög karllæg.“ segja þær Ása Helga Hjörleifsdóttir og Dögg Mósesdóttir hjá WIFT og bæta við:

„Við hjá WIFT teljum að þetta sé undirrót þess mikla kynjahalla sem hefur ríkt í íslenskri kvikmyndagerð og höfum þess vegna ákveðið að leggja sérstaka áherslu á stelpur í þessum aldurshóp.“

Hægt er að skrá sig fram að fyrsta degi námskeiðsins og enn eru nokkur pláss laus. Þátttakendum verður skipt í tvo aldurshópa eins og áður segir, stelpur fæddar 1998-2000 annarsvegar og hinsvegar þær sem fæddar eru 1995-1997.

„Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar og því lýkur með gerð stuttmyndar“

Þannig munu  allir þáttakendur í lok námskeiðsins hafa tekið þátt í að skrifa, framleiða, leikstýra, skjóta og klippa eina stuttmynd.  Myndirnar verða svo sýndar við hátíðlega athöfn á RIFF í haust en RIFF verður með sambærilegt námskeið á hátíðinni fyrir stelpur á grunnskólaaldri. Sumarnámskeiðið verður haldið í húsakynnum Kvikmyndaskóla Íslands að Grensásvegi 1 og eru kennarar kvikmyndagerðarkonurnar Ása Helga Hjörleifsdóttir og Dögg Mósesdóttir.

 

Námskeiðið skiptist í eftirfarandi kennslustundir/daga:

  1. ágúst: Handritsgerð og myndræn frásögn
  2. ágúst: Leikstjórn og framleiðsla
  3. ágúst: Kennsla á myndavélar / tæknilegur undirbúningur fyrir tökur

11.12., og 13. ágúst:      Tökur á stuttmyndum

14., 17. og 18. ágúst:     Klipping og önnur eftirvinnsla

 

Yngri hópurinn er fyrir hádegi og eldri hópurinn er eftir hádegi en námskeiðið kostar 20.000 krónur.