Kvikmyndaskólinn opnar dyrnar fyrir kínverska nemendur

Kvikmyndaskóli Íslands stendur nú kínverskum nemendum í kvikmyndagerð til boða sem spennandi valkostur, með samkomulagi sem The Icelandic Film School og Study Iceland, Iceland Academy ehf skrifuðu undir í dag.

Study Iceland mun nú sjá um að kynna námsleiðir sem í boði eru hjá IFS fyrir kínverskum nemendum þar í landi. Samkvæmt samkomulaginu mun Iceland academy fá úthlutað sex föstum plássum fyrir kínverska nemendur á hverri önn sem skiptast niður á allar deildir skólans.

Sendinefnd Study Iceland mætti í húsakynni skólans í morgunsárið þar sem stjórnendur og rektor skólans tóku á móti henni, kynntu skólastarfið og skrifuðu undir samninginn. Er þetta hluti af aukinni alþjóðavæðingu Kvikmyndaskólans.