Stefán Helgason

Stefán Helgason útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Stúlkan í steininum”

“Ungur borgarpiltur er sendur í sveit til frænda síns. Hann býst við að þetta verður versta sumar lífs síns en allt breytist þegar hann kynnist dularfullri stúlku sem veitir honum nýja sýn á lífið.”

Stefán fræddi okkur um ferðalagið sem leiddi hann að tilvonandi útskrift

 

“Ég hef haft áhuga bíómyndum frá því að ég man eftir mér, fannst fátt betra en að setjast í sófann og horfa á góða mynd. Þegar ég heyrði um Kvikmyndaskóla Íslands þá vissi ég strax að þetta væri nám sem ég vildi fara í.

Ég valdi leiklistardeildina af því að ástríðan mín er að leika. Ég hef tekið þátt í mörgum leikritum og það hefur alltaf verið draumur að geta leikið í mynd.

 

Það kom mest á óvart hversu fjölbreytt námið var. Það felst svo margt í leiklistinni; þar á meðal að þjálfa röddina, líkamann, tjáninguna, að lesa handritið og skilja það.

Svo var okkur ekki aðeins kennd leiklist heldur fengum við líka smá kennslu í handritargerð, hvernig á að klippa myndir o.s.frv.”

Einhver minning sem sérstaklega stendur upp úr?

 

“Eitt skiptið þegar ég kom nakinn fram í leikriti á annarri önn. Ég átti aldrei von á því að ég myndi gera eitthvað því líkt, en þegar kom að því þá var það undarlegt hversu auðvelt það var.”

 

Og hvað ber framtíðin í skauti sér?

 

“Halda áfram að leika og tjá mig í gegnum listina.”