Nemendur Kvikmyndaskólans í aðalhlutverki á Stockfish festival

Í Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) sinna yfir hundrað nemendur listagyðjunni á hverjum einasta degi. Á hverju ári framleiðir KVÍ yfir þúsund mínútur af gæðaefni frá efnilegustu kvikmyndaskáldum landsins undir leiðsögn bestu kvikmyndagerðarmanna iðnaðarins.

Á venjulegu ári fylla útskrifaðir nemendur úr KVÍ yfir 30% starfsheita í kreditlistum íslenskra bíómynda. Niðurstöður kannana hafa sýnt að yfir 90% nemenda hafa starfað í faginu að námi loknu og um 40% þeirra sem útskrifast fá strax störf og vinna allan tímann við kvikmyndagerð að námi loknu. 

 

Á þessu afskaplega vel heppnaða íslenska kvikmyndaári sem árið 2023 er þegar orðið með hverri afbragðs bíómyndinni á fætur annarri, „Á ferð með mömmu“, „Napóleonsskjölin“, „Villibráð“, „Volaða land“ og fleiri að koma, þá hófst hið rómaða Stockfish festival núna um helgina. Þar eru núverandi og fyrrum nemendur KVÍ áberandi. 

Á Stockfish festival er keppnin Sprettfiskurinn (Shortfish) þar sem bestu stuttmyndirnar keppa um titil. Í stuttmyndaflokknum Leikið efni eiga nemendur KVÍ 3 af 5 myndum.

Í stuttmyndaflokknum heimildarverk eiga nemendur okkar 3 af 5 myndum. 

KVÍ nemendur eiga 60% listaverka í þessum flokk Stockfish hátíðarinnar. 

Listamennirnir, núverandi og fyrrverandi nemendur KVÍ, sem um ræðir og verk þeirra eru:

-Bylur / Óttar Ingi Þorbergsson og Fannar Birgisson

- Popp (Stuttmynd) / Signý Rós

- Prinsipesa (stuttmynd) / Stefán Arnar Alexandersson og Kolka Heimisdóttir
Útskritarmynd úr skólanum

- Felt Cute (stuttmynd) / Anna Karín Lárusdóttir 

- Introducing Dronefest (stutt heimildarmynd) / Elísabet Írís Jónsdóttir

-Númer 127 (stutt heimildarmynd) / Magdalena Ólafsdóttir 

 - Keep f****** going  (stutt heimildarmynd) / Maríe Lydie Bierne 

 

Í vetur fagnar KVÍ 30 ára afmæli sínu en frá árinu 2004 hefur hann útskrifað yfir 600 nemendur. KVÍ er, ásamt Kvikmyndamiðstöðinni, orðinn ein af tveim mikilvægustu stoðum kvikmyndaiðnaðar á Íslandi.