Marie Lydie Bierne - Handrit og Leikstjórn

Marie Lydie mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Sophie”

Veisla ungrar konu með vinum sínum gengur ekki eins og til var ætlast þegar kærastinn hennar nauðgar henni og hún kynnist ljóðrænni útfærslu kvenleikans

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta myndin sem ég sá í kvikmyndahúsi var “Stuart Little” þegar ég var 3ja ára. Ég man ekki mikið eftir henni, fyrir utan að ég grét úr mér augun á tilfinningaþrungnu augnabliki myndarinnar. En ég myndi segja að fyrsta kvikmynda upplifunin sem hafði djúp áhrif á mig væri „rokkóperan“ “Pink Floyd: The Wall”, einn af fyrstu DVD-diskunum sem foreldrar mínir keyptu. Ég var ekki mikið undir eftirliti upp á hvað ég gæti horft á eða ekki, og þessi mynd hefur bæði valdið mér áfalli og heillað. Meira en fræga barna-/kjötkvörnunarsenan, það sem slóg mig mest var teiknaði hluti myndarinnar, sérstaklega hamrarnir og hvíta dúfan sem var rifin í sundur af svörtum nasista erni. Ég hlýt að hafa verið um 10 ára þegar ég horfði á myndina og ég gat í raun ekki skilið öll táknmálin og efnismálin sem eru tækluð í henni, en hún hefur örugglega tekið þátt í að móta ímyndunarafl mitt og myndmál. Ég fékk martraðir í margar vikur eftir að hafa horft á myndina í fyrsta skiptið en samt horfði ég oft á hana aftur. Það var svo lífrænt, svo ofbeldisfullt, svo kraftmikið. Það fékk mig til að átta mig á því að kvikmyndir bjóða upp á algera samtengingu hrárra listforma, sem flytja sannfærandi sögur í gegnum myndir og hljóð.

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Talandi um samtengingu, þá held ég að þetta sé það sem dregur mig mest að kvikmyndagerð. Ég er með akademískan bakgrunn í menningar- og bókmenntafræði og kvikmyndagerð eykur og fullkomnar frásagnarlist og fagurfræðileg svið, hún blandar fullkomlega saman bókmenntum, málverkum og tónlist. Ég lít á kvikmyndir sem ósvikið form mannlegrar tjáningar og ég vonast til að geta notað mína sem leið til að koma skilaboðum á framfæri og skilja eftir lifandi myndir fyrir áhorfendur.

-Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?

Handrit og Leikstjórn var sú deild sem best hentaði mér til að læra. Ég hef skrifað frá unga aldri; ljóð, tónlist og smásögur, og eftir fimm ára háskólanám í bókmenntum sem fór í að læra um skrif annarra, ákvað ég að það væri kominn tími til að skrifa fyrir sjálfa mig. Ég byrjaði líka að taka myndir á unglingsárunum og handritsskrif og leikstjórn leyfðu mér að þróa hugsanir mínar og myndir í annað listform.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það sem ég áttaði mig á meðan ég var í Kvikmyndaskóla Íslands er að eins mikið og ég hef gaman af því að skrifa persónulegar sögur og gera mínar eigin kvikmyndir, þá nýt ég þess ekki síður að hjálpa öðrum í ritunarferlinu. Nokkrir nemendur komu til mín með hugmyndir sínar, vissu ekki hvernig þeir ættu að þróa þær, og ég gat hjálpað þeim að skrifa handrit eða stundum bara samtal. Ég elska að hugleiða söguþráð og búa til persónur með annarri manneskju, setja inn okkar eigin skoðanir og hugmyndir þar til lokaafurðin stendur fyrir sínu.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég hef verið ráðin til að skrifa mína fyrstu kvikmynd fyrir sjálfstætt framleiðslufyrirtæki, byggt á frumhugmynd framleiðanda, svo næsta skref er að halda áfram rannsóknum áður en ég sendi inn umsókn um styrk til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Vonandi næ ég að vinna við upptökur í sumar og halda áfram að skrifa og þróa mínar eigin hugmyndir. Mig langar að skrifa mynd í fullri lengd byggðri á útskriftarmynd minni og er líka með nokkrar hugmyndir að stuttum skáldskapar-, heimildarmynda- og tónlistar verkefnum.