Kvikmyndaskólinn opnar aftur eftir sóttkví

Nemendur Kvikmyndaskólans, sem hafa undanfarnar vikur setið heima við rafræna kennslu, sneru loks aftur í húsnæði skólans í hefðbundna kennslu, þó að sjálfsögðu í 2ja metra fjarlægð frá hvort öðru. Mikið var um tökur og undirbúning þeirra, enda hafa nemendur ekki haft tækifæri til þess undanfarnar vikur. 

Nemendur á 1.önn í Leikstjórn tóku Leikstjórn Leikara með Þorsteini Gunnari Bjarnarsyni. Nemendur á 2.önn undirbjuggu tökur fyrir stuttmynd og nemendur á 4.önn undirbjuggu tökur á heimildarmyndum.

Nemendur á 1.önn aðstoðuðu 3.önn í tökum á endurgerðri senu. Nemendur á 2.önn sátu námskeið í Litvinnslu með Jóhannesi Tryggvasyni. Nemendur á 3.önn voru í tökum á endurgerðri senu. Nemendur á 4.önn unnu í að leggja lokahönd á klippingu útskriftarmyndanna sinna. 

Nemendur á 2.önn sátu námskeið í heimildarmyndagerð og undirbjuggu þar tökur á heimildarmynd. Nemendur á 4.önn unnu við að ljúka endurskriftum á handritum í fullri lengd, ásamt því að undirbúa tökur á útskriftarmyndum sínum. 

Nemendur á 1.önn sátu tíma í Leik & Hreyfingu með Guðmundi Elíasi Knudsen og luku námskeiðinu með glæsilegri kynningu, ásamt því að sitja Leiktúlkunartíma með Rúnari Guðbrandssyni. Nemendur á 2.önn hófu uppsetningu á leikverki sem verður frumsýnt í lok maí. Nemendur á 3.önn voru í tökum á endurgerðri senu. Nemendur á 4.önn undirbjuggu tökur á útskriftarmyndum sínum.

Síðastliðnar vikur hafa að sjálfsögðu haft mikil áhrif á starfsemi skólans, en með bæði einstaka nemendur og starfsfólk, munum við að sjálfsögðu ná aftur fyrri krafti og hlökkum til að sjá afraksturinn í sumar.