Kvikmyndaskóli Íslands leitar að aðstoðarrektor

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri menntastofnunar. Aðstoðarrektor er yfirmaður stjórnsýslu skólans og mun bera ábyrgð á yfirfærslu Kvikmyndaskólans á háskólastig og uppbyggingu alþjóðlegrar deildar við skólann. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana skólans og er staðgengill rektors.

HELSTU VERKEFNI
Ábyrgð á daglegum rekstri skólans
Ábyrgð á að markmiðum kennslu og að staðlar séu uppfylltir
Ábyrgð á mannauði skólans, nemendum og starfsfólki
Umsjón með kynningarmálum skólans
· Umsjón með þróun skólans og uppbyggingu kennslu
· Þátttaka í stefnumótun og umbótastarfi

REYNSLA, HÆFNI OG ÞEKKING
· Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
Doktorspróf er kostur
Kennsluréttindi skilyrði
· Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri menntastofnunar
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
· Reynsla og þekking á mannauðsmálum kostur
Reynsla og færni í kynningarmálum kostur
Reynsla og þekking á gæðamálum kostur

Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli og hefur starfað frá árinu 1992. Boðið er upp á nám á framhaldsskólastigi en nú hefur skólinn sótt um viðurkenningu á háskólastigi á fræðasviði lista, á tveim undirsviðum, kvikmyndagerð og leiklist.

Boðið er upp á nám í fjórum deildum: Leikstjórn og framleiðsla, Skapandi tækni, Handrit og leikstjórn og Leiklist. Einnig er boðið upp á alþjóðlegar námsleiðir fyrir enskumælandi nemendur.

Umsækjendur sendi umsókn með ferilskrá og kynningabréfi á netfangið, katrin@projects.is. Fyrirspurnir skal senda á sama netfang. 

Umsóknafrestur hefur verið framlengdur til og með 28. júní nk.