Kristófer Liljar Fannarsson - Leikstjórn og Framleiðsla

Kristófer Liljar mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Með djöflana á eftir mér”

Ferill upprennandi tónlistarmanns virðist hrynja eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir útgáfutónleika, sem neyðir hann til að horfast í augu við innri djöfla í litríku ferðalagi um miðbæinn

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Hún var með Liljari afa mínum og nafna. Hann á einhvern ótrúlegan hátt ákvað að sýna mér “Saving Private Ryan” þegar ég var sex ára. Þá kolféll ég fyrir kvikmyndagerð, og það var ekki aftur snúið. Við áttum þetta áhugamál saman og fórum nánast hverja helgi í vídeóleigur og leigðum yfirleitt 4 myndir. Eina gamla hvern morgun og eina nýja á föstudegi og laugardegi.

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það er allra helst sköpunin. Hvað margir list flokkar og margar hæfileikaríkar manneskjur geta afrekað saman. Stemmingin og fá að gefa eitthvað af sér á þessu formi.

-Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?

Þetta var á milli Leikstjórnar og Framleiðslu, og Handrita og Leikstjórnar. Leikstjórn og Framleiðsla varð fyrir valinu. Mig langaði svo að bæta mig í skipulagningu og kunna að vera í hjartanu frá A - Ö að skapa kvikmyndir.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það sem kom mér á óvart var samstaðan innann skólans, bæði hjá kennurum og samnemendum. Alltaf allir tilbúnir að hjálpa til og leggja sitt af mörkum.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Það er bara keyra og keyra áfram, kynnast fólki, njóta lífsins og hafa gaman, koma sér á framfæri.