KENNSLA HAFIN Í KVIKMYNDASKÓLANUM

Það var spenna í lofti og tilhlökkunin augljós hjá nemendum Kvikmyndaskóla Íslands þegar þeir mættu í skólann að morgni sl. fimmtudags 19. ágúst, en þá hófst kennsla á haustönn 2021.

Alls setjast 38 nýnemar á skólabekk á haustönninni, en alls stunda 115 nemendur nám við skólann í vetur.

Kennsla við skólann fer fram í fjórum deildum, Leikstjórn og Framleiðslu, Leiklist, Handrit og Leikstjórn, og Skapandi Tækni, og útskrifast nemendur eftir að hafa lokið fjögurra anna námi. 

Flestir nýnemanna leggja stund á nám í Leiklist, en þeir eru 12 talsins, 10 hófu nám í Handrit og Leikstjórn, 9 í Leikstjórn og Framleiðslu, og 7 í Skapandi Tækni.

Alls stunda nú 35 nemendur skólans nám í Leiklist, 30 nemendur eru í Handrit og Leikstjórn, 26 leggja stund á nám í Leikstjórn og Framleiðslu, og 24 í Skapandi Tækni.

Það er til mikils að hlakka hjá nemendum skólans í vetur, enda er leitast við að hafa námið verkefnadrifið þar sem verkefnin eru einstaklingsbundin sem byggjast gjarnan á sjálfstæðri sköpun eða uppgötvun nemandans. Lagt er upp með að nemendur skólans nálgist kennsluefnið fyrst á skapandi hátt, síðan er handverkið kennt og að lokum fræðin.

 

Að þessu sinni var skólasetning ekki með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna, heldur hófst kennsla að morgni fimmtudagsins.