Kennarar Kvikmyndskólans á Nordisk Panorama

Norræna stuttmyndahátíðin Nordisk panorama stendur nú yfir í Malmö í Svíþjóð en þar á Kvikmyndaskóli Íslands nokkra kennara sem fulltrúa í ár.
Raunar lýkur hátíðinni á morgun í keppni hátíðarinnar er að finna myndina Þú og ég eftir Ásu Hjörleifsdóttur en með henna fór einnig til að fylgja eftir myndinni Birgitta Björnsdóttir en hún mun taka þátt í Nordic Short Film Meet Up.
Á hátíðinni verða einnig til sýninga myndirnar Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur
og Skröltormar eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.
Þess má að lokum geta að leikstjórinn Ísold Uggadóttir er enn einn gestur hátíðarinnar sem tengist Kvikmyndaskólanum en hún tekur þátt í My Dinner With – viðburðinum. Ísold hefur verið kennari við skólann á síðustu árum.