Útskrift Vor 2022 - Pétur Darri Pálmason, Skapandi Tækni

Pétur Darri mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 4.júní næstkomandi með mynd sína "Clowning around"

Einangraður miðaldra maður, Andri, býr í samfélagi er virðist vera fullkomið, þar sem það þykir jafn eðlilegt að bera málaða trúða grímur og að klæða sig í buxur. Tilfinningaskali fólks er svo daufur að ekkert virðist vera skemmtilegt né leiðinlegt. Andri kemst að því að hann hefur aðrar tilfinningar sem hann þekkir ekki, þegar hann ákveðurað losa sig við málninguna. En hvernig útskýrir maður tilfinningar sem maður hefur aldrei fundið, sérstaklega fyrir kærasta sínum sem trúir sér ekki og hvað þá öllu samfélaginu. Útkoman endar í rifrildum, lögreglu, afneitun samfélagsins og afskornu andliti

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifunin mín sem ég man vel eftir, var þegar ég horfði á Pulp Fiction þegar ég var 14 ára. Eftir það hafði ég mikinn áhuga á kvikmyndagerð, sérstaklega kvikmyndatöku og leikstjórn. 

 

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er vinnan með listinni og listrænu fólki

 

Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

 Ég ákvað að fara á Skapandi Tækni þar sem áhuginn minn liggur mest i kvikmyndatöku

 

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það sem kom mér mest að óvart var hversu mikil vinna er á bak við kvikmyndir og hversu skemmtileg þessi vinna er. Námið vakti líka upp áhugan minn a leikstjórn

 

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðin gerist þegar hún gerist. Vonin er að vinna áfram í bransanum