Hjördís Ósk Kristjánsdóttir - Skapandi Tækni

Hjördís Ósk Kristjánsdóttir mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína "Góður dagur"

Myndin er um Tinnu, einstæða, tveggja barna móðir sem sefur yfir sig á mjög mikilvægum degi og fær svo sannarlega að finna fyrir því. Í amstri dagsins gleymir hún hvað í raun skiptir máli og lætur það bitna á börnum sínum. Hún áttar sig ekki á hegðun sinni fyrr en 10 ára gömul dóttir hennar missir þolinmæðina og lætur í sér heyra

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er hvað hún er skapandi og hvað margt breytist á tökustað eða jafnvel í klippiherberginu. Ég elska samheldnina sem myndast við gerð mynda og hvað gott tökulið er getur látið ótrúlegustu hluti verða að veruleika.

 

Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

Ég valdi Skapandi Tækni aðallega út af áhuga fyrir klippi. Mig var búið að langa að fara í Kvikmyndaskólann í mörg ár en þorði aldrei, en ég sé alls ekki eftir að hafa látið drauminn rætast.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það sem kom mér á óvart í náminu var að ég fékk að læra svo miklu meira en bara það sem ég hafði áhuga á, allt sem tengist tækni og það er virkilega frábært fá að sjá og læra allt sem tengist því að láta mynd verða að veruleika.

 

Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðin er björt. Eins og staðan er núna er ég að einbeita mér að útskrift en strax á nýju ári fer ég á stúfana eftir klippi vinnu. Maður er búinn að kynnast mikið af bransa fólki í gegnum þessi tvö ár og ég búin að læra meira en mig grunaði svo að ég hef litlar áhyggjur af framhaldinu.