Hátíðardagskrá Kvikmyndaskólans til áramóta

Kvikmyndaskóli býður til sérstakrar hátíðardagskrár á Facebook og öðrum samskiptamiðlum til áramóta en þá verða sýndar tíu sérvaldar myndir nemenda.

Fyrsta myndin sem birtist í dag kl. 18 er Anima eftir Björgvin Sigurðsson en hugmyndin er að hafa viðburðinn árlegan héðan í frá.  Að auki Anima eru það eftirfarandi níu myndir sem hafa orðið fyrir valinu:

Ólöf Birna Torfadóttir – Síðasta sumar – vor 2016 – Handrit/Leikstjórn

Óli Jón Gunnarsson – Gunna – vor 2012 – Leiklist

Björgvin Sigurðarson – Anima – vor 2012 – Skapandi Tækni

Logi Ingimarsson – Limbo – vor 2014 – Skapandi Tækni

Þórður K. Páls – Harður heimur – haust 2011 – Leikstjórn/Framleiðsla

Bryndís Haraldsóttir – Upstage – vor 2016 – Leiklist

Lovísa Lára Halldórsdóttir , Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir, Nanna Höjgaard Grettisdóttir – Smástirni – vor 2014 Leikstjórn/Framleiðsla , Skapanditækni , Handrit/Leikstjorn

Rebekka Atladóttir – Ibiza – vor 2013 – Leiklist

Jón Már – Stanislaf – haust 2010 – Skapandi tækni

Kristín Lea, Anna Hafþórs – Takk fyrir mig – vor 2011 – Leiklist

Ný mynd í hátíðardagskránni mun svo birtast daglega til áramóta. Allar myndirnar eru útskriftarmyndir en stutt spjall kvikmyndagerðarfólksins um verkin birtist í upphafi sýningar hverrar myndar. Kvikmyndaskóli Íslands vonar að þið njótið þessa framtaks og óskar öllum gleðilegrar hátíðar.