Hámarksauglýsingar KVÍ útskrifaðra nemenda vekja kátínu

Nokkrir útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands starfa hjá fyrirtækinu Tjarnargötunni en þeir leiddu nýlega saman gerð nýrrar Hámarks-auglýsingar.

Við sögðum nýlega frá störfum Freys Árnasonar, útskrifuðum nemanda úr Handritum/leikstjórn hjá Kvikmyndaskóla Íslands við tónlistarmyndbönd en nú er komið nýtt efni frá honum, áður nefnd auglýsing þar sem hann vinnur með Tómasi Inga Doddasyni, einnig útskrifuðum nemanda KVÍ, úr leiklistardeild.

„Tjarnargatan er svona lifandi framleiðslufyrirtæki. Við tökum oft verkefni og útfærum og í öðrum tilvikum eins og þessu byrjum við bara með tómt blað og tökum verkefnin frá A-Ö„ segir Freyr í samtali við vef KVÍ en þess má geta að Freyr og Tómas Ingi höfðu auglýsinguna gagnvirka og gefa áhorfandanum skemmtilega valmöguleika við áhorfið.

Hámarks auglýsingarnar í gegnum tíðina hafa alltaf verið mjög skemmtilegar og eftirminnilegar svo við fórum að grínast með það hvað það væri fyndið að sjá einhverjar allt aðrar týpur en þá Arnar og Ívar í þessum aðstæðum.

Tæplega 10.000 hafa horft á auglýsingarnar á YouTube og svo virðist sem hugmynd þeirra hafi náð að lyfta brúnum margra. Hér er hægt að skoða hverja þeir félagar fengu til að liðs við sig í verkefninu og sjón er sannarlega sögu ríkari.