Fyrrum nemendur Kvikmyndaskólans keppa um verðlaun á RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) fór af stað um helgina og þá voru sýndar myndir í keppnisflokkunum Icelandic Shorts I & II og Student Shorts. Í þessum keppnisflokkum koma fyrrum nemendur Kvikmyndaskólans að meirihluta myndanna.

Elín Pálsdóttir og Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir
Elín Pálsdóttir og Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir

Nýlega er Edduhátíðinni lokið þar sem á annan tug fyrrum nemenda Kvikmyndaskólans fengu tilnefningar til aðalverðlauna landsins í kvikmyndagerð og þeir unnu öll aðalverðlaunin, þar á meðal Besta myndin, Besti leikstjórinn og Besti handritshöfundurinn.

Nemendur sem eru útskrifaðir úr Kvikmyndaskóla Íslands eru feikni stór hluti íslensks kvikmyndaiðnaðar. Á venjulegu ári fylla útskrifaðir nemendur úr Kvikmyndaskólanum allt að 30% starfsheita í kredit listum íslenskra kvikmynda.

Á myndinni eru frá vinstri: Frank Niewenhuis, Donal Boyd, Oddur Sigþór Hilmarsson, Kristín Eysteinsdóttir og Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands sem stýrði Q&A eftir sýningu myndanna um helgina á RIFF
Á myndinni eru frá vinstri: Frank Niewenhuis, Donal Boyd, Oddur Sigþór Hilmarsson, Kristín Eysteinsdóttir og Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands sem stýrði Q&A eftir sýningu myndanna um helgina á RIFF

Niðurstöður kannana hafa sýnt að 96% nemenda spreyta sig í faginu eftir útskrift og um 40% þeirra sem útskrifast fá strax störf og vinna allan tímann við kvikmyndagerð að námi loknu.

Í ofangreindum keppnisflokkum á RIFF, Icelandic Shorts I & II og Student Shorts má meðal annars nefna eftirfarandi listamenn sem eru fyrrum nemendur Kvikmyndaskólans; Arnar Freyr Tómasson, Bergur Árnason, Vala Ómarsdóttir, Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Elín Pálsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Steini Kristinsson, Jana Arnardóttir, Kristján Jónsson og fleiri.

Icelandic Shorts I verður næst sýnd í Háskólabíó sal 3 þann 7.október klukkan 15:30 og Icelandic Shorts II líka í sal 3 þann 8.október klukkan 15:00.

Frá vinstri: Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Hörður Skúlason og Sigurgeir Jónsson
Frá vinstri: Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Hörður Skúlason og Sigurgeir Jónsson