Frostbiter kvikmyndahátíð, 10.-12.nóvember

Frostbiter hryllingsmynda hátíðin  er um helgina á Akranesi og meðal mynda sem sýndar verða eru þó nokkrar sem gerðar hafa verið af nemendum Kvikmyndaskólans. Hér eru nokkrar í viðbót við þær sem þegar hafa verið taldar upp;

DRACULA

Dracula

Mr. Renfield, ferðasölumaður, leitar uppi ríkan viðskiptavin sem staddur er í Carfax Abbey. Á meðan fer Dr. Van Helsing af stað í að rannsaka dularfull mannshvörf á sömu slóðum 

Knútur Haukstein Ólafsson, útskrifaður úr Leiklist hjá Kvikmyndaskólanum, leikstýrði ásamt Arnóri Elís Kristjánssyni og Heimi Snæ Sveinssyni.

 

BESTI VINURINN

Besti vinurinn

Myndin segir frá fjórum ungmennum sem leggja af stað í skemmtiferð upp í sumarbústað en á leiðinni lenda þau í óhappi og þá fljótt kárnar gamanið

Myndin er eftir Sigurð Inga Sigurðsson

 

BREKKUSKOTTA

Brekkuskotta

Ungt par í leit að næturgistingu fer að ráðum heimamanns og leitar sér skjóls á yfirgefnu eyðibíli. Þegar tekur að rökkva þá fer undarleg atburðarás af stað

Daði Einarsson er útskrifaður frá Handrita og leikstjórnar deild

 

Hér fyrir neðan fylgir dagskrá hátíðarinnar og vonum við að þið njótið vel

Frostbiter