Fanney Edda Felixdóttir

Fanney Edda Felixdóttir útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Glans”

“Parið Klara og Aron koma heim eftir veislu sem var haldin til að fagna sjónvarpsþætti Klöru, en hann er næsta skref hennar í átt að draumnum. 

Sambandið er ekki eins og Aron vill hafa það og hann spyr spurningu sem fær sannleikan upp á yfirborðið. Við tekur átakanlegt kvöld…”

Fanney Edda hafði þetta að segja um ferðalag hennar

"Ég hef haft áhuga á leiklist síðan í grunnskóla en alvöru áhuginn byrjaði ekki fyrr enn ég horfði á “Pirates of the Caribbean”. Þá byrjaði ég að horfa á auka upptökur bakvið tjöldin og því tengt. Ég varð strax hugfangin af leiklistinni og var svo heppin að fá að leika mikið í framhaldsskóla. Svo ákvað ég að koma í Kvikmyndaskólann þar sem ég er virkilega hrifin af kvikmyndaleik, og í rauninni öllu því sem tengist kvikmyndum. 

Námið er búið að vera svakalega krefjandi en á sama tíma ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Maður er búinn að kynnast svo mikið af fólki og eignast vini til frambúðar. Á mínum tveimur árum í skólanum erum við búin að skapa minningar til frambúðar. "