Erlendur Sveinsson verðlaunaður fyrir Breathe á Urban Tv Festival í Madrid

Erlendur Sveinsson vann nýlega til verðlauna sem besta mínútmynd fyrir stuttmyndina Breathe á kvikmyndahátíðinni Urban Tv Festival í Madrid á Spáni. Áður hafði myndin sigrað í sama flokki á RIFF.

Erlendur útskrifaðist veturinn 2010 úr leikstjórnar og framleiðsludeild Kvikmyndaskóla Íslands og síðan þá hef ég unnið sem freelance kvikmyndagerðarmaður á mörgum sviðum listarinnar.

Ég er búsettur í New York þessa stundina þar sem ég er í Mastersnámi í leikstjórn í Columbia University. Ég er búinn að vera hérna í 1 og hálft ár og er mjög ánægður með námið. Ég er búinn að skrifa handrit í fullri lengd, er að vinna í öðru handriti og er búinn að gera tvær stuttmyndir. Borgin er stórkostleg og hver einasti dagur er ævintýri.

Hugmyndin að myndinni Breathe varð til vegna mínútumyndakeppnar RIFF árið 2013. “Loft” var þemað og áttu keppendur að búa til mínútumynd út frá því.

Mér fannst tilhugsunin við að klippa saman fólk að anda á mismunandi hátt mjög skemmtileg og eiga vel við þemað. Við Oddur Elíasson, framleiðandi myndarinnar, skrifuðum saman lista af leiðum sem fólk andar og það var í raun handritið. Við fengum Smára Snæ Eiríksson á hljóðið, Viggó Hansson á cameruna og fjölskyldu og vini til að leika fyrir okkur.

Erlendur klippti svo myndina á nokkrum dögum og Einar Sverrir Tryggvason tók að sér að semja tónlist og Smári Snær hljóðvann verkið.

Myndin endaði á að vinna keppnina á RIFF og svo ákvað ég að setja hana bara á netið. Hún er búin að vera að malla á Youtube og Vimeo í langan tíma og er komin með rúmlega 40.000 views samanlagt sem er bara frábært fyrir svona litla mynd. Hún fær mann til að brosa og hún er óháð tungumáli sem gerir markhópinn stórann.

Fulltrúar Urban TV hátíðarinnar höfðu samband við Erlend í gegnum Vimeo og hvöttu hann til að sækja um.

Ég ákvað að slá til án þess að kynna mér hátíðina neitt frekar. Það kom mér svo virkilega á óvart þegar þeir höfðu samband við mig nokkrum mánuðum síðar og sögðu að ég hefði unnið og að þau vildu bjóða mér til Madrídar á hátíðna til að taka við verðlaununum. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur hátíðina vegna Visa mála en það kemur vonandi annað tækifæri til að fara á hátíð.

Erlendi finnst ótrúlegt hvað lítil og einföld mynd eins og Breathe getur náð langt.

Fólk er ennþá að hafa samband við mig vegna hennar þó svo hún hafi verið gerð 2013. Hún var einhverntíman notuð sem Yoga studio auglýsing í Israel og nú seinast notuð í Tedtalk fyrirlestur.

Ýmis spennandi verkefni bíða Erlends á næstunni og greinilegt að dvölin vestra er honum innblástur.

Ég er að fara að skjóta næstu mynd núna um jólin í Alabama og svo aðra í New York næsta sumar. Það eru spennandi tímar framundan.

Áhugavert verður að fylgjast með næstu verkefnum Erlends ytra en verðlaunamynd hans, Breathe getið þið séð hér.