Vorönn 2022 er hafin

Í gær, fimmtudagurinn 13.janúar var fyrsti dagur nýs skólaárs, þegar vorönn 2022 hófst

Dyr skólans opnuðust í dag og tókum við á móti bæði reyndum og nýjum nemendum. Fyrir suma eru þetta fyrstu skrefin sem þeir taka í að kynnast kvikmynda-og sjónvarps heiminum, fyrir aðra er þetta síðasta önnin þeirra þar sem þeir útskrifast í sumar byrjun og fara að skapa sín eigin ævintýri. Að sjálfsögðu hafa haftir í þjóðfélaginu áhrif, en það er óhætt að segja að nemendur og kennarar standa sig einstaklega vel og rísa langt umfram væntingar.