Átján nýir kvikmyndagerðarmenn útskrifast úr KVÍ

Í dag útskrifuðust átján nýir kvikmyndagerðararmenn úr Kvikmyndaskóla Íslands  við hátíðlega viðhöfn í Bíó Paradís.

Að vanda var mikil eftirvænting við skólaslit. Marteinn Knaran Ómarsson (Leikstjórn/Framleiðsla) hlaut verðlaun fyrir mynd sína Kviksyndi,  Ólöf Birna Torfadóttir (Handrit/Leikstjórn) fyrir myndina Síðasta Sumar og Bryndís Haraldsdóttir (Leiklist) hlaut einnig verðlaun fyrir sína mynd, Upstage.  Hin eftirsóttu verðlaun, Bjarkann hreppti í ár Marteinn Knaran Ómarsson.  Einnig hlaut Magnús Ingvar Bjarnason viðurkenningu fyrir góða ástundun og framúrskarandi námsárangur.

Kvikmyndaskólinn óskar verðlaunahöfum og öllum öðrum útskriftarnemum til hamingju með frábæran árangur og þakkar þeim sömuleiðis fyrir árin með þeim.

YW8A5814

YW8A5821

YW8A5825

YW8A5839

YW8A5831

YW8A5849

YW8A5859

YW8A5850

YW8A5866

YW8A5871

YW8A5872

YW8A5880

YW8A5893