Aron Arnarson - Skapandi Tækni

Hann Aron mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “3008”

Anton og dóttir hans fara í stóra búð rétt fyrir lokun. Þegar Anton kemur inn kemst hann að því að hann hefur týnt dóttur sinni og hann endar í hliðstæðri veröld. Við fylgjumst með Antoni þegar hann reynir að finna dóttur sína og leið til að komast til baka

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú mannst eftir?

Ég man eftir að hafa valið “Star Wars:Attack of the Clones” í hvert skipti sem við fjölskyldan vorum með myndakvöld. 

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Að flytja fólk yfir í annan heim sem það vill ekki fara frá.

-Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

Þegar ég var í sjónvarpsklúbbi og gerði kvikmyndir með vinum mínum í menntaskóla var ég alltaf gaurinn á bak við myndavélina. Það var sjálfsagt mál að velja brautina til að læra meira um hvernig á að nota myndavélar og lýsingu.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hversu mikilvægur tæknilegi hlutinn var við að klára flest hópverkefnin í skólanum.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég vonast til að geta byrjað að vinna í íslenskum kvikmyndaiðnaði  sem aðstoðar myndatökumaður eftir að ég útskrifast.