“Allir í bíó á Snjó og Salóme!” – Magnús Thoroddsen Ívarsson um nýjustu afurðina

Magnús Thoroddsen Ívarsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2014 og hefur verið iðinn við kolann síðan.  Nýlega var frumsýnd önnur kvikmyndin í fullri lengd sem hann er framleiðandi af, en fyrri myndin var Webcam sem sem var frumsýnd vorið 2015.

Snjór og Salóme varð til þannig að Toni leikstjóri  (Sigurður Anton Friðþjófsson) skrifaði handrit í c.a. 5 mánuði út frá hugmynd sem hann hafði verið með síðan frá Webcam. Frá þeim tímapunkti varð myndin frekar fljótt til.

Magnús segir að það sé erfitt að koma orðum að því hvernig hinn frumlegi titill myndarinnar varð til, fólk verði einfaldlega að fá skýringuna með því að fara á myndina.

Efnið er nokkuð margslungið. Ung kona í klemmu? Hvað á maður að gera þegar allt fer í vaskinn? Öll plön sem maður hefur haft geta breyst, og þarna kemur það fyrir hana á svipstundu. Vinnan, kærastinn, húsnæðið.  Salóme þarf bara að redda sér.

Magnús segir að vinnan að Snjó og Salóme hafi þó verið aðeins lengur að komast í gang en þegar hópurinn gerði Webcam og þrátt fyrir að þau hefðu þá búið að reynslunnni sem fyrri myndin gaf þeim hafi nýja myndin alls ekki verið létt í framleiðslu.

Við reynum að halda því “cool” í sambandi við væntingar en gera samt allt sem við getum til að koma myndinni á framfæri . Vonandi gengur það upp. Það eina sem við getum í rauninni gert er að reyna að gera góða mynd, og það er það sem við gerðum.  Þessi mynd var meira umfang og er “Stærri” en hinar. Dreifingaaðlinn Sena var sáttur með okkur.

Eins og áður segir var það sama kjarnateymið sem stóð að gerð Snjór og Salóme.

Aron Bragi Baldursson, tökumaður, Sigurður Anton leikjstóri og framleiðandi, og ég framleiðandi og aðstoðaleikjstóri. Telma Huld Jóhannesdóttir leikkona kom líka inn sem framleiðandi. Inn kom hljóðmaður, Magnús Hrafn Hafliðason og Haukur Karlsson sá um grip. Einnig var mikil hjálp frá Kvikmyndaskólanum þar sem Birta Rán Björgvinsdóttir, Tjörvi Lederer og Ísak Þór Ragnarson komu inn sem P.A./interns þegar mest var að gera.

Einnig léku tveir útskrifaðir leikarar úr Kvikmyndaskólanum aðahlutverk í myndinni, Anna Hafþórsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarsson en hvað er svo framundan hjá hópnum, verður strax ráðist í að undirbúa næstu mynd.

Það komu upp, á ákveðnum tíma miklar pælingar um næsta verkefni en það fór á hold þar sem Snjór og Salóme er ennþá algjörlega að fylla fangið okkrar allra. Væri mjög til í að geta sagt eitthvað en eins og er væri það bara einhver vitleysa, eina sem ég veit er að við elskum þetta öll og viljum halda áfram að búa til gæða efni og bæta okkur.

Og þegar spurt er hvað fólk eigi að taka sér fyrir hendur yfir páskahátíðina er svar Magnúsar einfalt?

Skella sér í bíó og að sjá Snjór og Salóme!

17910960_10154646688672569_2007703949_n